Nú geta Super Mario aðdáendur fagnað, það er búið að opna bar með Super Mario þema sem er sannkallaður draumur allra nörda. Barinn opnaði í Washington í Bandaríkjunum og er hreint út sagt geggjaður!
Barinn heitir The Cherry Blossom Pub og verður aðeins opinn tímabundið. Maður fær pottþétt magnaða nostalgíu þegar maður fer þangað inn og barþjónarnir eru meira að segja klæddir eins og Mario og Luigi. Sjáðu myndir og myndband frá barnum.