fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Í vinsælasta „boybandi“ Kína er ekki einn einasti strákur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 1. apríl 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í þessum mánuðu hélt kínverski samfélagsmiðillinn Tencent nokkra tónlistarviðburði sem kallast „Husband Exhibition“ eða „Sýning eiginmanna,“ í kínverskum háskólum. Hugmyndin var að sýna nýjar poppstjörnur sem er hægt að hlusta á á vefsíðu fyrirtækisins. Hugtakið „eiginmaður“ er notað af kvenkyns kínverskum aðdáendum þegar þær vísa í karlkyns poppstjörnur sem eru svo heillandi að þær dreymir um að giftast þeim.

Enter Acrush er mjög vinsæl ný „strákahljómsveit“ sem kom fram á síðasta viðburðinum. Hljómsveitin kom tónlistargestum á óvart, í henni eru ekki strákar, heldur stúlkur með óræð ytri kyneinkenni (androgynous girls). Enter Acrush samanstendur af fimm konum í kringum tvítugt, þær eru allar með stuttar og töff hárgreiðslur og klæða sig „strákalega.“

Þó svo að fyrsta tónlistarmyndbandið frá hljómsveitinni komi ekki fyrr en í apríl er hljómsveitin komin með stóran aðdáendahóp og er með um 900 þúsund fylgjendur á Weibo.

„Hljómsveitin boðar frelsi, hún er ekki bundin við ramma,“ er hugmyndin á bak við Enter Acrush. Umboðsmaður hljómsveitarinnar, Zhou, segir að þau ætli að forðast að nota orðin „strákur“ eða „stelpa“ þegar það er verið að kynna hljómsveitina. Í staðinn hafa þau valið kynlausan frasa, meishaonian, eða „myndarleg ungmenni.“

Hins vegar er ákveðinn tvískinnungur í þessum skilaboðum frelsi, þar sem fyrirtækið leyfir þeim ekki að tala um kynhneigð sína. Allir fimm meðlimirnir hafa klætt sig í strákalegan klæðnað í daglegu lífi sínu löngu áður en þær fóru fyrst á svið. Einn meðlimurinn segir frá því að þegar hún var krakki var oft athugað með kyn hennar þegar hún ætlaði á almenningssalerni. QZ greinir frá.

Við hjá Bleikt erum mjög spennt yfir tónlistarmyndbandinu sem kemur út í apríl og munum að sjálfsögðu deila því með lesendum okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði

Samherji Kane með ansi gott grín eftir leik – Sjáðu hvað hann gerði
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fullyrðir að Gylfi sé ekki að ýta á það að fara frá Val

Fullyrðir að Gylfi sé ekki að ýta á það að fara frá Val
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Eiður og Vicente í KR
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.