Ertu alltaf logandi hrædd/ur um að myndast illa? Ertu ein/n af þeim sem býðst alltaf til að taka myndina af hópnum til að losna við að vara með á myndinni? Eða læturðu taka hundrað myndir af þér og vonast til að ein myndin sé góð?
Ekki örvænta, það er einföld lausn, og allir geta myndast vel. Þetta snýst allt um kjálkann þinn.
Ljósmyndarinn Peter Hurley útskýrir í myndbandinu hér fyrir neðan mikilvægi kjálkans í myndatökum. Í grundvallaratriðum þá teygirðu ennið þitt fram á við og smá niður til að gera kjálkalínuna þína áberandi.
Mundu að gera þetta líka þegar þú ert hlæjandi á myndum, maður á til að setja höfuðið aftur og búa til undirhöku þegar maður hlær, þannig það er gott að hafa þetta í huga.
Þessi einfalda tækni er algjör snilld. Hafið þið kæru lesendur prufað að nota þessa tækni? Hvernig fannst ykkur hún virka?