Við erum að tala um 3 hráefni! ÞRJÚ! Og nánast það eina sem maður þarf að gera er bara að kveikja á örbylgjuofninum. Gæti þetta verið mikið einfaldara?
Ég ætla samt að vara ykkur við einu. Ef þið fílið ekki hnetusmjör þá eru þetta ekki karamellurnar fyrir ykkur. En, ef þið fílið ekki hnetusmjör eruð þið líklegast eitthvað minna að skoða hnetusmjörsmánuðinn minn, ekki satt?
Og annað sem ég ætla að vara ykkur við – þessar mjúku karamellur, eða fudge, eru hættulega góðar!
1 dós sæt mjólk (sweetened condensed milk)
300g hvítt súkkulaði
½ bolli gott hnetusmjör