fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025

Óðurinn til hlaupanna – „Flæði í lífinu og endorfínvíman sanna“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 30. mars 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mín heitasta ósk að þessi grein nái að opna augu þín, kæri lesandi, fyrir þeim yndislegu tilfinningum sem útihlaup geta gefið þér. Já útihlaup, því ég vil þú sjáir fegurðina í náttúrunni og andir að þér súrefni eins og náttúran bjó það til. Útihlaup geta verið frelsandi, þau geta leyst þig úr viðjum hversdagsins og þau geta gefið þér sigra, jafnvel þótt þú farir bara stutt hverju sinni og hlaupir hægt. Þessir sigrar snúast um að þú bætir þig í tíma, hlaupir lengri vegalengd og að þú finnir vöðva myndast og komist í heilsuhraust form.

En hvað er það sem hvetur hlaupara til að beita líkamann þessu álagi? Jú, það er formið sem þú helst í og flensurnar sem fara fram hjá þér. Afrekin sem þú afrekar í kílómetrum og kílógrömmum. Útiloftið sem gefur þér fegurð og flæði í lífinu og endorfínvíman sanna, heilaga hlaupavíman.

En að hlaupa þarf ekki að vera bara íþrótt fyrir líkamann. Mig langar til að kynna þig fyrir núvitundar hlaupum. Að blanda núvitund og hlaupum saman er hrein, tær og fullkomin snilld. Hér eru þrjár auðveldar æfingar.
1) Hugsaðu um andardráttinn. Andaðu rólega en djúpt og nærðu vöðva og vefi á súrefni. Þú getur byrjað æfinguna á því að ganga svolítinn spotta í takt við öndunina, e.t.v. þrjú skref á móti hverri innöndun eða eins og þér finnst best. Svo skaltu prófa að anda í gegnum nefið niður í maga og forðastu alla öra öndun sem er ekki í takt við hlaupin/gönguna.
2) Vertu meðvituð/aður um líkamsbeitingu þína og hugleiddu þig inn í líkamann. Finndu fyrir hverri hreyfingu, skynjaðu stéttina eða undirlagið sem þú hleypur á. Finnur þú til einhvers staðar? Prófaðu þá að beita þér öðruvísi, rétta betur úr bakinu, taka styttri skref, stærri skref, nota hendurnar betur

Passaðu sérstaklega axlirnar því sumum hættir til að draga þær upp að eyrum en það býr bara til vandræði. Reyndu að teygja úr þér þegar þú hleypur, það dregur úr álagi á axlir, bak og hné en er líka bara svo þokkafullt!
3) Nú skaltu prófa að tæma hugann alveg með því að einbeita þér að því að telja tíu og tíu andardrætti aftur og aftur en sleppa öllum öðrum hugsunum út í vindinn. Þú getur líka prófað að sleppa huganum alveg lausum og einfaldlega íhugað.

„Það sem útihlaupin gefa mér er orka, jákvæðni, vellíðan og svo mætti lengi telja. En einna helst verð ég að segja að adrenalínið er það besta, sérstaklega eftir að ég fór að hlaupa lengra og lengra, þá var það bara meira og meira.“ – kona, 21 árs

„Mér finnst skokkið gera mér gott. Ég er meira úti, í betra líkamlegu formi og líður betur andlega. Finnst betra að takast á við lífið að öllu leyti.“ – kona, 60 ára

„Eftir næstum hvert einasta hlaup upplifi ég uppgjöf, algjöra andlega sem líkamlega uppgjöf. Galdurinn er sá að átta sig á að þarna skilur á milli feigs og ófeigs. Að halda áfram, þrátt fyrir uppgjöf, er dálítill sigur, ávanabindandi sigur. Gildir einu um hvaða hlaup er talað, hvort sem það er þetta eftir Ægisíðunni eða hitt eftir Lífsveginum.“ – karl, 31 árs

Núvitundaræfingar auka einbeitingu, koma manni í nánara samband við sjálfan sig, kenna manni að elska og þekkja betur sjálfan sig og útihlaupin auka þol og almenna líkamsgleði svo ég segi: Út að hlaupa!


Höfundur: Anna Dúa Kristjánsdóttir

Greinin birtist fyrst á Sala.is tímariti sálfræðinema

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Í hvaða Mikka Mús riðli erum við eiginlega?“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu atvikið í fyrsta leik Íslands – Logi segir þetta „glórulaust“

Sjáðu atvikið í fyrsta leik Íslands – Logi segir þetta „glórulaust“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu

Davíð Snorri mun starfa með Arnari – Aðeins ein breyting gerð á teyminu
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar tjáði sig um framtíð Gylfa Þórs með landsliðinu

Arnar tjáði sig um framtíð Gylfa Þórs með landsliðinu
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.