fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025

Heiða Ósk ákvað að bæta við líf sitt – Um gjafir og að gera betur

Heiða Ósk
Þriðjudaginn 28. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar árið 2016 fór að styttast í annan endann fór ég að velta því fyrir mér hvað ég vildi gera betur á því næsta.
Ég hef unnið hörðum höndum að því að koma sjálfri mér á þann stað sem ég er á í dag og auðvitað ætlaði ég að halda því áfram en mig langaði að bæta einhverju við, bæta einhverju við fyrir aðra en sjálfa mig.


Eftir svolitla umhugsun ákvað ég að árið 2017 yrði árið sem ég myndi oftar gleðja aðra.

Hvernig ætla ég svo að fara að því, svo ótal aðferðir til við að gleðja aðra. Pínu meiri „umhugsun” og niðurstaðan var:

hrósa, hlusta, vera og gefa.

Ég ætla hrósa oftar, hlusta betur, vera áfram til staðar og gefa meira af mér.

Þessir þrír mánuðir sem hafa liðið hafa sýnt mér ýmislegt sem ég sá ekki áður.
Til dæmis að maður hrósar allt of sjaldan!
Það er svo auðvelt að sjá hvað gæti farið betur en það sem fer vel fær litla athygli. Að hrósa öðrum er gott, fyrir þann sem tekur á móti og þann sem gefur.
Það er dýrmætt að sjá það góða og fallega í fari annarra og við vitum aldrei hvað eitt lítið hrós getur gert fyrir þann sem tekur á móti því.
Ég hef meira að segja komið sjálfri mér á óvart og hrósað ótrúlegasta fólki fyrir undarlegustu hluti og alltaf liðið vel á eftir.
Þegar ég fór að hlusta betur sá ég fljótt að það fyrsta sem ég ætlaði að breyta væri að leggja frá mér símann, hlusta með augum og eyrum þegar það var talað við mig og hægja á mér. Dýpri og betri samræður eiga sér stað þegar maður er allur á staðnum og þær skilja á sama tíma meira eftir sig.

Ég fór líka að hlusta betur á umhverfið, hljóðin, lyktina, hitann og kuldann.

Ég get með stolti sagt að ég er alltaf til staðar fyrir fólkið mitt bæði í gleði og sorg, því held ég áfram glöð í hjarta.
Að gefa af sér er eins og að gleðja, hægt á svo marga vegu.

Ég ákvað að bæta við einhverju alveg nýju sem væri sérstakt fyrir hvern og einn. Svo í hverjum mánuði gef ég einhverjum eina litla persónulega gjöf. Gjöf sem snertir hjartað og gefur þannig svo mikið.
Við vitum það sem gefum að þeir sem gefa þiggja meira en þeir sem bara þiggja.
Svo kannski á endanum varð þess nýja viðbót mín til þess að gefa mér en meira á árinu sem ég ætlaði að gefa öðrum meira af mér…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Eftir góða launahækkun keypti hann tvo nýja bíla í vikunni – Sá nýjasti kostar 62 milljónir

Eftir góða launahækkun keypti hann tvo nýja bíla í vikunni – Sá nýjasti kostar 62 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Páfinn bauð til heimsóknar – Gesturinn mætti ósofinn eftir ferð á vændishús og fékk sér kókaín í Vatíkaninu

Páfinn bauð til heimsóknar – Gesturinn mætti ósofinn eftir ferð á vændishús og fékk sér kókaín í Vatíkaninu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki viss um að Jón Gnarr sé mesti grínistinn á þingi eftir þessi orð Jóns Péturs í gær

Ekki viss um að Jón Gnarr sé mesti grínistinn á þingi eftir þessi orð Jóns Péturs í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool virðist vera að fá nóg og Nunez má fara í sumar

Liverpool virðist vera að fá nóg og Nunez má fara í sumar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.