fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Berta Dröfn: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ höfnun af þessu tagi“ – „Við fáum ekki einu sinni tækifæri“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 27. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er nánast ómögulegt fyrir menntaða söngvara að komast aftur heim til Íslands. Þessi spurning vaknar óneitanlega við lestur á grein Bertu Drafnar Ómarsdóttur sem hún ritaði á bloggsíðu sína, og fjallar um neitun sem hún fékk frá íslensku óperunni um að mæta í fyrirsöng.

Við fengum leyfi Bertu til að birta pistil hennar:

Í október lauk ég mastergráðu í söng frá Ítalíu, með hæstu einkunn. Eftir útskrift fékk ég tilboð frá prófessorum við skólann um áframhaldandi samstarf sem var gott veganesti inn í framtíðina sem klassískt menntuð söngkona. Til að auka enn gleði mína auglýsti Íslenska óperan fyrirsöng, rétt eftir að ég kláraði námið mitt. Ég skipulagði verkefnin mín og ferðir í kringum þennan fyrirsöng; söng í messu eftir Mozart á Ítalíu, sótti masterclass í líkamsbeitingu á sviði, fór í fyrirsöng í New York, en keypti flugmiða beint heim svo ég gæti mætt í fyrirsöng hér heima.

Íslenska óperan hafði hins vegar ekki áhuga á að hlusta á mig. Ég fékk boð um að mæta ekki í þennan fyrirsöng.

Skilaboðin voru þessi:

„Alls bárust 56 umsóknir en því miður verður ekki mögulegt að bjóða þér að koma í fyrirsöng að svo stöddu. Næsti fyrirsöngur verður haldinn í byrjun næsta árs og verður auglýstur þegar nær dregur.“

Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ höfnun af þessu tagi. Alls staðar sem ég hef sótt um hef ég fengið tíma til að syngja eða verið beðin um að senda upptöku. Þess vegna finnst mér skrítið að fá þessa neitun frá Íslensku óperunni. Ég bað skriflega um nánari skýringu á höfnuninni og fékk þá eftirfarandi tölvupóst:

„Sæl Berta Dröfn, þegar val umsókna fer fram er það ekki rökstutt hvorki hjá okkur né öðrum óperuhúsum frekar en þegar um keppnir er að ræða eða t.d. úthlutun listamannalauna.“

Ég er búin að hugsa töluvert um þetta svar og kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að það er ekki ásættanlegt. Ekki eingöngu þessi framkoma við mig heldur ef þetta er það sem mætir útskrifuðum söngvurum sem vilja snúa heim að námi loknu. Við fáum ekki einu sinni tækifæri. Ég er alls ekki að segja að þau hefðu þurft að ráða mig, en mér hefði þótt eðlilegt að fá að mæta og syngja. Þetta viðmót segir mér að ungir íslenskir söngvarar eru ekki velkomnir heim.

Annars er bara allt gott að frétta. Ég fékk ekki tækifæri til að mæta í fyrirsöng á vegum Íslensku óperunnar, en ég fékk hlutverk eftir fyrirsönginn í New York. Sumarið verður spennandi þar sem ég mun annars vegar syngja hlutverk í Töfraflautunni eftir Mozart og hins vegar aríu og ensamble á tónleikum í Carnegie Hall.

Ég er ekki viss um að ég hafi áhuga á því að skipuleggja verkefnin mín og ferðalög aftur í kringum fyrirsöng við Íslensku óperuna.

Baráttukveðjur til íslenskra söngvara

 

Steinunn Birna Ragnarsdóttir svaraði Bertu Dröfn með athugasemd neðan við pistil hennar:

Sæl Berta,
Mér er bæði ljúft og skylt að deila því með þér að það reyndist því miður nauðsynlegt að hafna þó nokkrum umsóknum í fyrirsöngnum í janúar af þeim ástæðum eingöngu, að þær voru svo margar að okkur hefði ekki dugað tíminn sem við höfðum til að ljúka þeim öllum. Þetta val felur ekki á nokkurn hátt í sér mat á þinni hæfni eða hæfileikum nema síður sé og það verður auglýstur sérstakur fyrirsöngur hjá Íslensku óperunni fyrir unga söngvara sem eru að kynna sig til leiks áður en langt um líður. Í þetta sinn var ég að reyna að sameina fyrirsöng fyrir Toscu og einnig að gefa söngvurum kost á að koma og minna á sig eða kynna sig og það reyndist of mikið á einum degi því miður. Þar sem ekki lágu fyrir mörg hlutverk að manna nema karlhlutverk í Toscu varð ég að forgangsraða þennan dag útfrá því sem ég taldi mest aðkallandi og ítreka að sú ákvörðun fól ekki í sér neina persónulega höfnun og vona að þú eigir þess kost að syngja fyrir hjá okkur við annað tækifæri. Mér þykir leitt ef þetta hefur valdið misskilningi og kem þessum upplýsingum hér með á framfæri. Ég óska þér innilega til hamingju útskriftina og óska þér góðs gengis í New York í sumar.

k. kv. Steinunn Birna

 

Í spjalli við blaðakonu Bleikt segist Berta vera þakklát fyrir svarið frá Steinunni Birnu.

„En þetta hefði mátt vera skýrara frá upphafi. Eins og kemur fram í greininni minni þá var ég búin að skipuleggja önnur verkefni og ferðir í kringum þennan fyrirsöng, sem ég svo fékk ekki einu sinni að mæta í.“

Hún segist þrátt fyrir allt líta björtum augum á framtíð sína og feril sem söngkona.

„Sem betur fer er mér víða tekið vel, fyrir utan Íslensku óperuna. Ég er á landinu núna og hef fengið ýmis verkefni, sem betur fer. En Íslenska óperan er sterkasti starsfsvettvangurinn fyrir okkur söngvara til að komast í launaða vinnu. Eins og margir aðrir klassískir söngvarar þá þarf ég að leita út fyrir landssteinana til að fá alvöru tækifæri og reynslu.“

Berta ætlar að taka hlutverkinu í New York og mun starfa þar í sumar. Við á Bleikt óskum henni velfarnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.