Hye-Min Park, betur þekkt sem Pony Makeup, er ein af vinsælustu „beauty-bloggurum“ í Suður-Kóreu. Hún er með yfir tvær milljónir fylgjenda á YouTube og rúmlega þrjár milljónir á Instagram.
Öll förðunarkennslumyndböndin hennar eru mjög tilkomumikil, hún er svakalega flink og tekur poppkúltur „cosplay“ á næsta stig þegar hún breytir sér í hinar og þessar persónur.
Sjáðu hvernig hún breytir sér í Kylie Jenner. Þetta er svo vel gert hjá henni að það er eiginlega óhugnanlegt!
Hún hefur einnig breytt sér í Taylor Swift.
Þetta er ótrúlegt!