Mjög hugmyndaríkur maður ákvað að gera upp eldhúsið sitt og gera eitthvað allt annað en venjan er. Hann hannaði og bjó til plötu á eldhúsborðið úr flöskutöppum. Fjölskyldan hans og vinir söfnuðu 2.530 flöskutöppum á fimm árum fyrir þetta verkefni.
„Upprunalega hugmyndin var að gera mynd úr flöskutöppunum. En síðan skall raunveruleikinn á og við ákváðum að fara mun auðveldari leið,“
Þau ákváðu að raða flöskutöppunum í litaröð regnboga: rauður, appelsínugulur, gulur, grænn, blár, dimmfjólublár og fjólublár. Það tók um fjóra klukkutíma að ná mynstrinu. Þegar flöskutapparnir voru komnir á sinn stað voru sett fimm lög af sterku lími yfir allt og þá var verkið klárt! Sjáðu ferlið og útkomuna hér fyrir neðan.