Söngkonan Glowie (Sara Pétursdóttir) var að undirrita samning við útgáfurisann Columbia í Bretlandi. Mbl greindi frá þessu í morgun.
Glowie hefur unnið mikið að undanförnu með Pálma Ragnari Ásgeirssyni, lagahöfundi, sem er meðlimur StopWaitGo-teymisins.
Sindri Ástmarsson er umboðsmaður Glowie, en í samtali við Mbl segir hann að mörg plötufyrirtæki hafi sýnt söngkonunni áhuga og að hún hafi geta valið milli risanna.
Sindri er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að slá í gegn á erlendri grundu, hann var m.a. umboðsmaður Kaleo, en hann segir þennan samning þann stærsta sem hann hefur komið að. Hann bætir því við að þetta sé einn stærsti plötusamningur sem Íslenskur tónlistarmaður hefur gert erlendis.
Teymið á bak við Glowie mun telja 50 manns.
Mbl ræddi einnig við Söru sjálfa um samninginn, eins og við er að búast er stór draumur að rætast.
„Þetta er bara búið að gerast svo hratt. Ég var nýkomin úr flugi þegar ég skrifaði undir og náði ekki að sofa neitt. Svo var ég bara hálfdofin restina af deginum. Þegar ég skoða myndir frá þessu sé ég hvað ég stíf, bæði þreytt og svo bara gjörsamlega agndofa yfir þessu öllu saman,“
segir Sara við Mbl.
Sara segir að pabbi hennar hafi stutt hana í öllu ferlinu og sé stór partur af því.
Margar stórstjörnur eru á mála hjá Columbia. Meðal þeirra eru Calvin Harris, Adele, Beyonce, Daft Punk, Mark Ronson, Bruce Springsteen, Robbie Williams, Foo Fithgters og Bob Dylan.
Umfjöllun Mbl má lesa í heild sinni hér.