fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025

„Ég sef bara á sunnudaginn“ – RFF 2017 er að skella á – Hér er dagskráin!

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 24. mars 2017 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík Fashion Festival hefur vakið mikla lukku hér á landi sem og hjá tískuáhugafólki um allan heim. Hátíðin er haldin í sjöunda skiptið í ár og má því segja að hún sé orðin að árlegum viðburði sem engin má missa af.


Aðalmarkmið sýningarinnar er að markaðssetja íslenska hönnun og kynna þróun og tækifæri í íslenskum tískuiðnaði.
Reykjavík Fashion Festival setti sér markmið um að vera hátíð sem styður hönnuði í sjálfbærni og hvetja þá til meðvitaðra ákvarðana í tískuiðnaði. Því er hátíðin í ár tileinkuð náttúruöflum og orðið „ROK“ varð fyrir valinu en það er eitthvað sem allir íslendingar eru vel kunnugir.
Fjölmiðlar, tískurisar og áhugafólk um tísku eru komin til landsins allstaðar að úr heiminum til þess að vera viðstödd hátíðina og verður Bleikt að sjálfsögðu á staðnum.
Opnunarviðburður hátíðarinnar var haldin í gær og mun sýningin byrja í kvöld.
Dagskráin er ekki af verri endanum:

Föstudagur:

Myrka
19:00 – 20:00

Cintamani
20:00 – 21:00


Magnea
21:00 – 22:00

Laugardagur:

Another Creation
19:00 – 20:00


Inklaw
20:00 – 21:00


Aníta Hirlekar
21:00 – 22:00

Mikill spenningur er fyrir hátíðinni en okkur tókst að fá Kolfinnu Von Arnardóttur, framkvæmdastjóra RFF, til að staðnæmast – anda djúpt, og segja okkur hvaða tilfinningar bærast innra með henni núna nokkrum klukkutímum fyrir sýningu.

„Þett er búið að vera lygilegt og ótrúlegt og skemmtilegt og magnaði. Núna er þetta að skella á og ég get ekki beðið,“

segir Kolfinna í spjalli við Bleikt.

„Ég er ótrúlega þreytt en ég sef bara á sunnudaginn! Það er svo magnað að koma upp í Silfurbergið í Hörpu núna og sjá 200 manns sem eru að vinna í allan dag til að búa til stórkostlegt „show“. Áðan gekk ég inn í salinn og það var einmitt verið að prófa lýsinguna – ég missti í alvöru slag úr hjartanu.“

Við hjá Bleikt erum ótrúlega spennt fyrir hátíðinni og munum að sjálfsögðu deila með ykkur því helsta sem á sér stað.
Áhugasamir geta einnig fylgst með og tekið þátt í því að setja inn myndir frá hátíðinni undir myllumerkinu #rff17 á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarna United setur húsið á sölu fyrir 650 milljónir – Er hann á förum?

Stjarna United setur húsið á sölu fyrir 650 milljónir – Er hann á förum?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margir svikapóstar í gangi – Lögreglan varar við „screen-sharing“

Margir svikapóstar í gangi – Lögreglan varar við „screen-sharing“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford þarf að taka á sig verulega launalækkun í sumar

Rashford þarf að taka á sig verulega launalækkun í sumar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.