Það er ekkert sem kallast of mikill „highlighter,“ eða það finnst að minnsta kosti förðunarsnillingnum og samfélagsmiðlastjörnunni Bretman Rock.
https://www.instagram.com/p/BR4v-VUl3rz/
Við hjá Bleikt höfum áður fjallað um Bretman í grein um stráka sem eru að brillera í förðunarheiminum. Bretman notar highlighter óspart og ekki einungis bara á andlitið. Frá viðbeininu til eyrnanna, og að auki hluta líkamans sem manni hefði aldrei dottið í hug að gætu glansað.
https://www.instagram.com/p/BH6Rr6bj6hv/
https://www.instagram.com/p/BPzUUOwAe_j/
Það kom hins vegar í ljós að highlighter er ekki alltaf sniðug hugmynd, sérstaklega þegar maður er að fara í passamyndatöku fyrir ökuskírteinið sitt. Léleg lýsing og myndavél fanga ekki beint glansinn og förðunina eins og maður hefði vonað og fékk Bretman heldur betur að finna fyrir því þegar hann fékk ökuskírteinið í hendurnar.
https://www.instagram.com/p/BRl9vWBF3Jp/
Hann deildi myndinni á Instagram og varaði fylgjendur sínar við að nota ekki of mikinn highlighter fyrir passamyndir. Það mætti segja að fyndnar og stórskemmtilegar passamyndir séu einkenni Bretman, sjáðu bara passamyndirnar á stúdentakortunum hans frá sitthvoru árinu.
https://www.instagram.com/p/BHvTrhDgP-u/