fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Bréf til Tinnu – „Ef ég og/eða konan mín byrjum að hitta annað fólk þá er það ekki framhjáhald“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 23. mars 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opið bréf til Tinnu:

Góðan daginn Tinna

Mér barst til augna pistill sem þú skrifaðir fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og ég skildi hugsunina á bak við skrif þín þá stakk pistillinn mig. Hann sagði mér það sem svo margir segja mér aftur og aftur:

Þú lifir lífi þínu ekki rétt!

Mig langar til að byrja á því að nefna að ég er svo sammála þér með það að framhjáhald er skelfileg og ljót framkvæmd, sem því miður er allt of algengt í okkar samfélagi. En það sama á við fordóma eins og þú sýnir svo sterkt. Fordómar koma oftast af fáfræði og þú virkar á mig sem ljúf og góð stelpa sem vill hafa réttsýni og heiðarleika í fyrirrúmi og þú berð augljóslega hag frænda þíns fyrir brjósti og því vil ég gera ráð fyrir að þú sért ekki fróð hvað þetta varðar og að þú hafir ekki að vera að skrifa í hatri og fyrirlitningu til mín.


Pistill þinn er frá árinu 2013 sem segir okkur að frændi þinn er 14 ára í dag. Hann er því búinn að uppgötva margt um sig síðan hann var 10 ára. Hve mikið veit ég ekki, og væntanlega fáir aðrir en hann.
Gefum okkur 5 ár í viðbót. Frændi þinn er orðinn 19 ára. Gefum okkur að hann finni það að hann er öðruvísi en aðrir. Gefum okkur það að hann sé raunverulega skotinn í henni Ástu, en hann er líka skotinn í Árna. Samfélagið segir honum að þetta sé rangt. Þú átt aðeins að horfa á einn aðila í einu. Að öðrum kosti ert þú ekki góð manneskja.

En hvað ef Ásta og Árni horfa sömu augum á hann og á milli þeirra þriggja verði upplýstur skilningur og samþykki um það að þau eru fjölelskandi fólk. Þau vilja ekki fara á bakvið neinn og þau vilja hafa allt uppi á borðum. Á milli hans og Ástu byrjar fallegt ástarsamband og á milli hans og Árna er nákvæmlega það sama í gangi. Ásta og Árni verða vinir og bera virðingu fyrir hvoru öðru enda mikilvægir þættir í hamingju frænda þíns.
Vegna þess að hann er tvíkynhneigður/pan sexual ungur maður og er fjölelskandi ofan á það þá er hann dæmdur til að lifa lífi sínu í laumi. Það er ekki samfélagslega samþykkt að vera fjölelskandi. Þótt þau þrjú séu hamingjusöm þá mun stór hluti samfélagsins keppast við það að segja þeim að það sem þau eru að gera sé rangt. Hvaða hluti af því sem þau eru að gera er rangur?
Alla tíð hef ég alltaf rætt mikið við börnin mín. Ég ræði við þau um lífsins gildi, réttlæti, virðingu og heiðarleika. Ég ræði við þau um að bera virðingu fyrir þeim sem eru öðruvísi en við enda erum við lítill dropi í stóru hafi. Ég hef kennt þeim að fjölbreytileikinn í mannkyninu er eitt það fallegasta við mannkynið og ég hef kennt þeim að við getum ekki dæmt hvernig aðrir lifi lífinu sínu ef það er ekki að skaða neinn.
Ef þú ert í einkvænissambandi þá áttu ekki tvo kærasta. Þá átt þú kærasta og ef þú ert ekki hreinni í hugsun en svo að þú sért með öðrum utan þess þá eru þeir aðilar viðhöld, meðvitað eða ekki.


Ef ég og/eða konan mín byrjum að hitta annað fólk þá er það ekki framhjáhald. Við erum ástfangin og heiðarleg við hvort annað. Við erum hreinskilin og vitum allt sem máli skiptir um líf hvors annars. Við erum opin með þarfir okkar og berum virðingu fyrir ólíkum þörfum hins.

Við erum poly par og erum því líkleg til að byrja að hitta aðra aðila og stofna til tilfinningasambands með þeim. Á íslensku yfirfærist þetta líklegast í að vera fjölelskandi eða fjölkær frekar en fjöllynd. En það mun ekki hafa áhrif á samband okkar, nema til góðs því við elskum hvort annað heitt og viljum allt það besta fyrir hitt.

Að eiga margar kærustur, eða kærasta er í lagi svo lengi sem allir eru upplýstir, samþykkir og meðvitaðir um þá stöðu.

Það að þú viljir miðla af þekkingu þinni og reynslu er jákvætt, þar til í ljós kemur að þú ert með takmarkaða þekkingu og uppbyggða fordóma. Það að þú viljir segja einhverjum að það er ekki rétt að vera eins og hann er byggður er ekki fallegt og veldur vanliðan. Mér dettur ekki í hug að fara um og segja fólki að það eigi að vera í poly-sambandi þar sem aðrir aðilar eru velkomnir inn, með sátt og samþykki allra aðila, þó svo að enginn sé blekktur og allir upplýstir um stöðu mála.

Ég er sammála þér að það er rangt af þér að gera ráð fyrir því að hann vilji eiga margar kærustur. Kannski vill hann bara einn kærasta, nú eða kærustu og kærasta. Kannski vill hann bara eina kærustu. Hver veit? Hann mun komast að því innan skamms enda orðinn táningur og brátt unglingur, en ég get lofað þér því að þessi krúttlega frænkuspurning þín mun ekki byggja upp í honum röng gildi.

Ég og konan mín höfum aldrei tekið neinn inn í okkar samband. Við höfum ekki þá þörf í dag. Við höfum ekki sofið hjá öðrum. Okkar samband er hlaðið ást, umhyggju, og fjölskyldulífi. Í dag nægir okkur að eiga hvort annað að. En við erum meðvituð, og opin fyrir því að á einhverjum tímapunkti getum við hitt aðila sem við heillumst að og langar að vera með. Þá munum við tala saman og við munum styðja hvort annað í því að lifa lífinu eftir því hver við erum.

Fyrir stuttu var ég úti á landi og fór út að skemmta mér. Ástin mín var heima í borginni og þegar ég var spurður hvort ég ætti konu þá sagði ég já. Vinkona mín fann sig knúna til að segja dömunni sem spurði að ég væri samt í Poly sambandi. Ástæðan… Jú, til að auka möguleikann minn á því að geta farið heim með dömunni. Það var hvorki markmið mitt, né var löngun til staðar til þess.

Við Poly-fólk erum ekkert endilega sofandi hjá hverjum sem er og þetta er ekki það sama og að vera í opnu sambandi eða að swinga. Vinkona mín skildi ekki af hverju ég svaraði því ekki til að ég væri í Poly-sambandi. Hún skilur ekki eðli sambands míns. Ástin, virðingin, traustið og trúnaðurinn sem er í okkar sambandi er sterkara en ég hef upplifað áður. Við höfum ekkert að fela fyrir hvoru öðru og við berum mikla virðingu fyrir hvoru öðru.

Það er ekkert rangt við það að vera Poly. Mér finnst það falleg hugsun að veita konunni mína þá lífsfyllingu sem hún þarf og stuðning minn við að uppfylla þarfir sínar í framtíðinni sem ég get ekki uppfyllt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.