Ég er ekki beint að leita ráða, er frekar bara forvitin og langar að heyra álit þitt.
Þannig er mál með vexti að í rúmt ár hef ég átt „vin“. Við kynntumst á Tinder og eftir smá spjall og daður ákváðum við að hittast.
Til að gera langa sögu stutta þá varð ekkert úr neinu þegar við hittumst, hann er mjög myndarlegur og sexý en vissi fullvel af því svo ég skellti í lás og vildi ekkert með hann hafa.
Svo var ég stundum að sjá hann á djamminu en lét eins og ekkert væri. Seinna sendir hann mér svo skilaboð á Facebook þar sem hann baðst afsökunar á því hvernig hann hefði verið hrokafullur og leiðinlegur svo ég ákvað að gefa honum annan séns.
Það gekk svona glimrandi vel og við höfum hist reglulega síðan. Nú heldur þú kannski að við séum að stunda „venjulegt“ kynlíf, gefa og þiggja eins og algengt er en það er ekki þannig.
Einu sinni prófaði ég að leyfa honum að ehemm fara inn í mig en ég var ekki að fíla það svo ég henti honum af baki ef ég á að segja satt. Ekki vegna þess að hann væri lélegur heldur var það bara ekki að virka fyrir mig.
Málin eru semsagt þannig að stundum hefur hann samband og ef ég er gröð þá segi ég já komdu. Hann kemur, við segjum ekki neitt, ég hendi honum á rúmið og ég geri það sem ég vil við hann, hluti sem engin önnur stelpa hefur gert við hann eins og að rimma t.d. (sleikja rassinn) og putta hann.
Og það er alls ekki þannig að hann hafi samband einungis og biðji um að fá að koma heldur hef ég oft samband að fyrra bragði til að fá hann til mín þó að ég viti að ég sjálf fá ekki fullnægingu eða einhvern líkamlegan unað.
Svo hef ég átt aðra „vini“ þar sem þetta er alls ekki svona, heldur meira venjulegur bólhittingur með öllu sínu fjöri.
Er þetta eitthvað semþú hefur heyrt af eða gætir tengt við? Ég er kannski meira Dom í kynlífi en sub en án þess að vera að rassskella, binda og svoleiðis, en ég vil fá að stjórna frekar svo þetta gæti kannski eitthvað verið tengt því?
Fyrirfram takk.
Glódís
Ég vil byrja á að þakka þér fyrir póstinn – frásögn þín sýnir að kynlíf er fjölbreytt og það eru misjafnir hlutir sem við njótum á misjöfnum tímum. Ég meina, ekki mundum við vera til í sushi á hverju kvöldi, þó að það sé sjúklega gott af og til!
Mér finnst nákvæmlega ekkert að þessu fyrirkomulagi hjá þér og piltinum fríða. Þið eruð að uppfylla einhvers konar þörf hjá hvort öðru og ekki að meiða neinn með því sem þið gerið saman.
Ef þú sætir eftir þessa fundi með óbragð í munni (jafnvel í eiginlegum og óeiginlegum skilningi) þætti mér ástæða til að skoða málið.
Það má vel vera að þú sért þarna að fá útrás fyrir Dom, eða drottnandi, hliðina þína. En hafðu í huga að fólk þarf ekki að vera annað hvort Dom eða sub, drottnandi eða undirgefið, heldur getur verið ýmislegt þarna á milli. Sumir skilgreina sig sem „switch“, og skiptast á að vera drottnandi eða undirgefnir í leikjum, og margir prófa sig áfram með ýmis konar hlutverk – eru meira forvitnir. Allt á þetta rétt á sér og þú þarft ekki að skilgreina þig frekar en þú vilt.
Annað sem ég vil minnast á er að í valdaleikjum er fullnæging þátttakenda ekki endilega markmiðið eða endapunkturinn sem stefnt er að. Fullnægingar eru æði, en það er til ýmislegt annað sem kemur hormónaflæðinu af stað og framkallar sælu innra með okkur. Fyrir marga snúast BDSM-leikir um annars konar kikk, einmitt þetta sem þú lýsir – að hafa valdið og stjórna. Njóttu þess kona!
Bestu kveðjur,
Ragga