Glimmer, slagorð og pínulitlar töskur – þetta er meðal þess sem Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður segir að verði í tísku næsta vor en hann lætur tískuvikuna í París ekki fram hjá sér fara. Freyr er búsettur í Frakklandi og stundum má heyra hann flytja fréttir þaðan á Rás 2. Á mánudaginn kynnti hann fyrir hlustendum hvaða tískustraumar verða ríkjandi á árinu.
Mér er ekkert mannlegt óviðkomandi. Ég fylgist grannt með tískuvikunni í París og tók saman 13 atriði fyrir vorið 2017.
Konur! Þetta er málið fyrir vorið:
1. Axlapúðar aftur komnir, því stærri því betri. Í kápum, jökkum, drögtum. Grace Jones-lúkkið alla leið!
2. Pínkulitlar handtöskur, ekki einu sinni síminn kemst fyrir, bara kredit kort, varalitur, lyklar.
3. Risastórar handtöskur sem líta út eins og svefnpokar. Litríkir og skrautlegir. En lykilatriðið hér er að setja alls ekki mikið oní þá. Helst eiga þeir að vera tómir.
4. Vasar – það er töff að vera með vasa, nothæfar og praktískar flíkur, hettur, praktískt hönnun.
5. Mittisól, mittisband, svona í korselettu-stíl. Kannski eru þetta Kardashian áhrif – hún er oft með svona „gullband um sig miðja“
6. Slagorð á flíkum. Eins og „We Should All Be Feminists,“ á flík frá Maria Grazia Chiuri fyrir Dior. „No Leather and No Fur“ sem var áberandi í fatalínu Stella McCartney’s . Og þar með tekur hún harða afstöðu gegn loðdýrarækt.
7. Gegnsæ föt – töff að láta sjást í nærbuxur og brjóstahaldara.
8. Skrýtnir hattar, því skrýtnari þeim mun betri.
9. Bleikt, bleikt, bleikt. „Pink is the new black“
10. Eigtís tíska í gangi. Allt sem er eigtís er in.
11. Götutíska – blanda henni saman við hátísku. Hettupeysur, strigaskór.
12. Hvítt, hvítt, hvítt. Spítalahvítt. Langar breiðar ermar. Svona nunnuföt. Áberandi hjá Stellu McCartney.
13. Glitrandi glimmer. Kjólar eiga að glansa!