Foreldrar tvíburastráka í New York komust að því af hverju strákarnir þeirra litu út fyrir að hafa sofið lítið sem ekkert yfir nóttina. Ástæðan var einföld – þeir voru klárlega ekki sofandi.
Myndband tekið upp með faldri myndavél inn í herbergi strákanna sýnir tveggja ára tvíburana, Andrew og Ryan, skemmta sér konunglega í stað þess að eiga góðan nætursvefn.
Tvíburarnir klifra auðveldlega úr rimlarúmunum, þeir raða síðan koddum á gólfið og gera ýmsar „fimleikaæfingar,“ eins og að steypa sér í kollhnís. Þeir eyða einnig miklum tíma saman í sófanum, hugsanlega að ræða um daginn og veginn, eða hvaða fimleikaæfingu þeir ættu að gera næst.
Pabbinn kemur inn í herbergið og setur strákana aftur í rúmin sín og gengur frá koddunum. En það líður ekki að löngu að þeir endurtaka leikinn.