fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Magnea hlakkar til að sjá öll litlu atriðin smella – RFF 2017

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 21. mars 2017 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnea Einarsdóttir er fatahönnuðurinn á bak við merkið MAGNEA sem er eitt þeirra sem við fáum að sjá á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu næstu helgi. Magnea hefur vakið athygli fyrir nýstárlega efnishönnun og notkun á íslensku ullinni.

Sýning Magneu er í Silfurbergi / Hörpu á föstudagskvöldið kl. 21.

Eins og aðrir hönnuðir sem taka þátt í RFF þetta árið er Magnea sjúklega upptekin við að leggja lokahönd á sýninguna sína – við náðum þó að stoppa hana í nokkrar mínútur til að svara spurningum fyrir lesendur Bleikt.

Gjörðu svo vel Magnea!

Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð – í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér?

Ég mundi fara í handgerðum kjól úr AW13 línunni minni og taka með mér hana Guðrúnu klæðskera og studio manager MAGNEA.

Hvaða stórstjörnu mundirðu vilja sjá í fötunum þínum?

Beyonce

Lýstu hönnun þinni í 5 orðum

Prjón, áferðir, smáatriði, andstæður, minimal

Ef þú mættir bara klæðast tveimur litum í heilt ár, hvaða litir yrðu það?

Ég ætti mjög erfitt með þessa áskorun en fyrstu litirnir sem mér detta í hug eru appelsínugulur og svartur.

Nefndu þrjár persónur eða atriði sem hafa mikil áhrif á hönnun þína

Íslensk ull, netaefni og Rökkvi sonur minn.

Hvaða tónlist er í spilaranum?

Ég hef verið að hlusta á SKAM playlistann á Spotify síðustu vikur og svo hlusta ég reglulega á tónlistina sem verður á sýningunni minni en hvaða tónlist það er kemur í ljós á föstudaginn.

Hvar verður þú eftir fimm ár?

Ég vona að ég verði bara um það bil á sama stað og ég er á núna, að gera það sem ég elska.

Hvað er best við RFF?

Mómentið þegar tónlistin byrjar að hljóma í salnum og öll litlu atriðin smella saman á sýningunni.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

instagram: @magneaeinarsdottir
facebook: /magneareykjavik

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.