Magnea Einarsdóttir er fatahönnuðurinn á bak við merkið MAGNEA sem er eitt þeirra sem við fáum að sjá á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu næstu helgi. Magnea hefur vakið athygli fyrir nýstárlega efnishönnun og notkun á íslensku ullinni.
Sýning Magneu er í Silfurbergi / Hörpu á föstudagskvöldið kl. 21.
Eins og aðrir hönnuðir sem taka þátt í RFF þetta árið er Magnea sjúklega upptekin við að leggja lokahönd á sýninguna sína – við náðum þó að stoppa hana í nokkrar mínútur til að svara spurningum fyrir lesendur Bleikt.
Ég mundi fara í handgerðum kjól úr AW13 línunni minni og taka með mér hana Guðrúnu klæðskera og studio manager MAGNEA.
Beyonce
Prjón, áferðir, smáatriði, andstæður, minimal
Ég ætti mjög erfitt með þessa áskorun en fyrstu litirnir sem mér detta í hug eru appelsínugulur og svartur.
Íslensk ull, netaefni og Rökkvi sonur minn.
Ég hef verið að hlusta á SKAM playlistann á Spotify síðustu vikur og svo hlusta ég reglulega á tónlistina sem verður á sýningunni minni en hvaða tónlist það er kemur í ljós á föstudaginn.
Ég vona að ég verði bara um það bil á sama stað og ég er á núna, að gera það sem ég elska.
Mómentið þegar tónlistin byrjar að hljóma í salnum og öll litlu atriðin smella saman á sýningunni.
instagram: @magneaeinarsdottir
facebook: /magneareykjavik