fbpx
Föstudagur 21.mars 2025

Krúttlegir kleinuhringir með góðri samvisku

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 20. mars 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig hafði alltaf langað til að baka heimalagaða kleinuhringi og nú lét ég loksins verða af því. Rosalega einfalt og þægilegt. Einnig sá ég Rig Tig sleif og límónugræna Mason Cash skál sem fer beint í safnið, en ég á eina ljósbrúna fyrir. Skálarnar eru alveg æðislegar, tala nú ekki um hvað þær eru mikil eldhúsprýði. Einnig verður eldamennskan og baksturinn einfaldlega betri með þeim.

Kleinuhringir:

1 ½ bolli glútenlaust hafrahveiti (ég fínmala hafrana í matvinnsluvél)
1/2 bolli kókospálmasykur
1 tsk vínsteinslyftiduft
½ tsk matarsódi
½ tsk múskat
1/3 bolli graskers- eða eplamauk
2 msk kókosolía, fljótandi
1/2 bolli kókosmjólk
1 tsk vanilludropar
nokkrar sjávarflögur
hnetur eða fræ, til að skreyta

Uppskriftin gefur 12 stk

Glassúr:

½ bolli kókospálmasykur
¼ bolli kókosmjólk
2 msk kókosolía
1 tsk vanilludropar

Kleinuhringir – aðferð:

1. Hitið ofninn á 175°c og smyrjið kleinuhringjamótið með kókosolíu.
2. Blandið saman þurrefnum í eina skál og síðan þeim blautu í aðra. Hrærið öllu síðan saman eða þangað til að deigið hefur þykknað vel.
3. Setjið deigið í sprautupoka eða í „zip lock poka“ og klippið smá gat á eitt hornið og sprautið í kleinuhringjamótið. Fyllið hvert
kleinuhringjaform aðeins til hálfs og bakið í 8-12 mínútur, eða þar til þeir eru komnir með fallegan lit.
4. Leyfið kleinuhringjunum að kólna áður en glassúrið er sett yfir.

Karamelluglassúr – aðferð

1. Setjið kókóspálmasykur í pott og hitið þar til verður gullinbrúnn.
2. Bætið þá örðu hráefni útí og látið þá sjóða þar til hæfilega þykkt
3. Síðan er þá komið af skemmtilega hlutanum, að dýfa og skreyta. Ég saxaði niður sólblómafræ til að setja yfir kleinuhringina, en það er um að gera að gera að nota það sem hugurinn girnist.

Kleinuhringirnir eru síðan lang bestir nýbakaðir!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Moyes kallaður til sem vitni þegar lífstíðardómur er yfirvofandi

Moyes kallaður til sem vitni þegar lífstíðardómur er yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fjölskyldan fylgdi honum til Íslands beint inn í helvíti

Fjölskyldan fylgdi honum til Íslands beint inn í helvíti
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Rannsaka hvort Rússar beri ábyrgð á eldsvoðanum sem lamaði Heathrow-flugvöll

Rannsaka hvort Rússar beri ábyrgð á eldsvoðanum sem lamaði Heathrow-flugvöll
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ segir sambandið verða af verulegum tekjum ef landsliðið klárar ekki málið á sunnudag

Stjórnarmaður KSÍ segir sambandið verða af verulegum tekjum ef landsliðið klárar ekki málið á sunnudag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Forráðamenn Liverpool vongóðir um að tveir bestu leikmenn liðsins séu að fara að skrifa undir

Forráðamenn Liverpool vongóðir um að tveir bestu leikmenn liðsins séu að fara að skrifa undir
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Marciano Aziz í Gróttu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Útskýrir fagn sitt í gær og segir það alls ekki sneið á Cristiano

Útskýrir fagn sitt í gær og segir það alls ekki sneið á Cristiano
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.