Mig hafði alltaf langað til að baka heimalagaða kleinuhringi og nú lét ég loksins verða af því. Rosalega einfalt og þægilegt. Einnig sá ég Rig Tig sleif og límónugræna Mason Cash skál sem fer beint í safnið, en ég á eina ljósbrúna fyrir. Skálarnar eru alveg æðislegar, tala nú ekki um hvað þær eru mikil eldhúsprýði. Einnig verður eldamennskan og baksturinn einfaldlega betri með þeim.
1 ½ bolli glútenlaust hafrahveiti (ég fínmala hafrana í matvinnsluvél)
1/2 bolli kókospálmasykur
1 tsk vínsteinslyftiduft
½ tsk matarsódi
½ tsk múskat
1/3 bolli graskers- eða eplamauk
2 msk kókosolía, fljótandi
1/2 bolli kókosmjólk
1 tsk vanilludropar
nokkrar sjávarflögur
hnetur eða fræ, til að skreyta
Uppskriftin gefur 12 stk
½ bolli kókospálmasykur
¼ bolli kókosmjólk
2 msk kókosolía
1 tsk vanilludropar
1. Hitið ofninn á 175°c og smyrjið kleinuhringjamótið með kókosolíu.
2. Blandið saman þurrefnum í eina skál og síðan þeim blautu í aðra. Hrærið öllu síðan saman eða þangað til að deigið hefur þykknað vel.
3. Setjið deigið í sprautupoka eða í „zip lock poka“ og klippið smá gat á eitt hornið og sprautið í kleinuhringjamótið. Fyllið hvert
kleinuhringjaform aðeins til hálfs og bakið í 8-12 mínútur, eða þar til þeir eru komnir með fallegan lit.
4. Leyfið kleinuhringjunum að kólna áður en glassúrið er sett yfir.
1. Setjið kókóspálmasykur í pott og hitið þar til verður gullinbrúnn.
2. Bætið þá örðu hráefni útí og látið þá sjóða þar til hæfilega þykkt
3. Síðan er þá komið af skemmtilega hlutanum, að dýfa og skreyta. Ég saxaði niður sólblómafræ til að setja yfir kleinuhringina, en það er um að gera að gera að nota það sem hugurinn girnist.