Kim Kardashian opnar sig um ránið í París í nýjasta þætti Keeping Up With The Kardashians. Eftir rúmlega fimm mánuði af frásögnum og getgátum fjölmiðla um ránið hefur Kim stigið fram og sagt frá skelfilegum smáatriðum ránsins, þar á meðal frá augnablikinu þegar hún hélt að henni yrði nauðgað.
Eftir að hafa hugsað svo mikið um þetta, held ég að hópur karlmanna hafi elt okkur alla ferðina,
sagði Kim í nýjasta KUWTK þættinum. „Ég var að Snapchatta heima og allir voru að fara út, þannig ég held að þeir hafi vitað að Pascal [lífvörðurinn þeirra] væri úti með Kourtney og ég væri ein þarna.“
Þeir höfðu þarna tækifæri og ákváðu að grípa það,
bætti hún við. Kim man eftir að heyra fótatak koma upp stigann á meðan hún var upp í rúmi. Hún kallaði en fékk ekkert svar. „Og það var á þessu augnabliki, þegar það kom ekkert svar, að hjartað mitt varð mjög stressað. Ég vissi að það var eitthvað sem var ekki alveg rétt.“
Hún sá tvo menn klædda í lögreglubúning labba inn á meðan þeir héldu öðrum manni niðri. Sá maður reyndist vera húsvörðurinn í handjárnum og var með lykil að herberginu.
Hann sagði mér eftir ránið að ræningjarnir hafi sagt á frönsku við hann: „Hvar er eiginkona rapparans? Hleyptu okkur inn í herbergið hennar!“ Hann endaði með að vera túlkurinn okkar því ég skildi ekki ræningjana og þeir skildu ekki mig.
Húsvörðurinn sagði henni að láta þá fá hringinn sinn, sem var á borðinu. Ræningjarnir drógu hana síðan út á gang efst hjá stiganum, það var þá sem Kim áttaði sig á því að þeir væru vopnaðir.
Ég horfði á byssuna og síðan á stigann. Ég hafði sekúndubrot til að ákveða hvort ég ætti að hlaupa niður stigann og vera skotin í bakið – þetta kemur mér í svo mikið uppnám að tala um þetta – en hvort þeir mundu að skjóta mig í bakið eða að ég kæmist niður og þeir ekki. Hvað ef lyftan opnast ekki á réttum tíma eða stigagangurinn er læstur, þá er ég búin að vera! Það er engin leið út.
Síðan fóru þeir aftur með hana inn í herbergið. Allan tímann horfði Kim á húsvörðinn og sárbændi hann um að biðja ræningjana að drepa hana ekki. „Ég á börn. Gerðu það, þeir skilja mig ekki, en segðu þeim að ég eigi börn heima. Gerðu það, ég á fjölskyldu. Leyfið mér að lifa,“ grátbað Kim. Hún lýsir því svo hvernig einn maðurinn setti límband yfir munninn hennar svo hún gæti ekki öskrað.
Og síðan greip hann um fótleggina mína og ég var ekki í neinum fötum undir. Hann dró mig að sér fremst í rúminu og ég hugsaði. „Ókei þetta er augnablikið sem þeir ætla að nauðga mér. Ég gerði mig andlega reiðubúna – og svo gerðu þeir það ekki.
Maðurinn límdi síðan fótleggina hennar saman og hélt byssu upp við höfuð hennar. „Ég vissi bara á þessu andartaki. Þeir eru bara pottþétt að fara að skjóta mig í höfuðið. Ég bara að Kourtney myndi eiga eðlilegt líf eftir að finna mig dána á rúminu.“
Kim brotnaði saman og sagði frá því hvernig hún trúði því að hún myndi deyja. „Ég á fjölskyldu, ég á börnin mín, eiginmaðurinn minn, mamma mín – Ég er ekki að fara að komast út. Ég veit hvernig svona hlutir fara.“ Þetta var hennar síðasta hugsun áður en þeir settu hana í baðkarið og flúðu með skartgripina hennar.
Pascal, lífvörðurinn þeirra, kom fljótlega eftir á og hringdi á lögregluna. Kourtney, Kendall Jenner og Kris Jenner voru með Kim aðeins nokkrum mínútum síðar og voru þær allar skiljanlega í áfalli eftir atvikið.
Að vakna um miðja nótt við þetta símtal var örugglega versta nótt lífs míns,
sagði Kris.
Á meðan var Kanye West að halda tónleika og endaði þá strax eftir að hafa heyrt fréttirnar. Fjölskyldan var komin í flugvél á leið til Bandaríkjanna um leið og lögregluvinnunni var lokið. Eftir að hafa upplifað þessa martröð sagðist Kim vera þakklát fyrir alla ástina og stuðninginn frá fjölskyldu sinni og börnum.