fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025

Þingkona vill gera sjálfsfróun karlmanna refsiverða

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 19. mars 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fóstureyðingar eru bannaðar víða um heim og virðist mörgum stjórnmálamönnum, oftast karlmönnum, mikið í mun að takmarka aðgang kvenna að slíkri þjónustu. Nú hefur bandarísk þingkona á ríkisþingi Texas ríkis lagt fram frumvarp sem skerða myndi mjög rétt karlmanna til að stunda sjálfsfróun sem hún segir vera sambærilegt við þær skorður sem konum eru settar hvað fóstureyðingar varðar.

Frumvarpið ber nafnið ,,Réttur karlmanns til að vita“ og var lagt fram síðastliðinn föstudag. Fyrsta flutningskona þess er Demókratinn Jessica Farrar sem er fulltrúi Houston borgar á ríkisþinginu.

Farrar er harður andstæðingur hertrar löggjafar hvað fóstureyðingar varðar og tísti um liðna helgi að frumvarp hennar væri spegilmynd þeirra hindrana sem konur í Texas sættu hvað varðar aðgang að fóstureyðingum og heilsugæslu.

Jessica Farrar ríkisþingmaður Demókrata í Texas

Verði frumvarpið að lögum munu karlmenn eiga yfir höfði sér 100 dollara sekt, rúmar 11 þúsund krónur, fyrir að stunda sjálfsfróun. Samkvæmt lögunum er sjálfsfróun „aðför gegn ófæddum börnum og ekki til þess fallin að vernda friðhelgi lífsins.“

Í frumvarpinu er auk þess að finna hömlur á aðgengi karlmanna að sáðrásarnámi og öðrum ófrjósemisaðgerðum. Karlmönnum er auk þess gert erfiðara um vik að verða sér úti um Viagra og önnur stinningarlyf og fara í ristilspeglanir.

Texas þyrfti að gefa út bækling sem bæri titilinn ,,Réttur karlmanns til að vita“ þar sem fram kæmu kostir og gallar þessara þriggja atriða, ófrjósemisaðgerða, stinningarlyfja og ristilspeglanna. Það yrði skylda að lesa hann áður en eitthvað yrði gert.

Karlmenn þyrftu auk þess að fara í endaþarmsskoðun og sneiðmyndatöku af endaþarmi áður fyrst.

Karlmenn þyrftu að geyma sæði sem kæmi við sjálfsfróun handa eiginkonu sinni til að nýta til frjóvgunar síðar meir, annars ættu þeir yfir höfði sér sekt.

Konur í Texas þurfa að lesa bækling sem nefnist „Réttur konu til að vita“ áður en þær geta gengist undir fóstureyðingu. Þar eru teikningar af þroskaferli fósturs og upplýsingar um hugsanlegar aukaverkanir fóstureyðinga. Þær þurfa að bíða í 24 tíma eftir að hafa fengið bæklinginn áður en þær geta farið í aðgerðina og fara í ómskoðun á undan. Eyðing lífvænlegs fósturs getur varðað allt að fimm ára fangelsi í Texas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Pillurnar fljúga á Hlíðarenda eftir harðorða yfirlýsingu vegna Gylfa – „Óþarfi að láta málin enda í illindum“

Pillurnar fljúga á Hlíðarenda eftir harðorða yfirlýsingu vegna Gylfa – „Óþarfi að láta málin enda í illindum“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum
Nýtt hlutverk Svala
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarna Barcelona mætti of seint og fór í agabann

Stórstjarna Barcelona mætti of seint og fór í agabann
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hættuleg líkamsárás á skemmtistað

Hættuleg líkamsárás á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.