Þessi eftirréttur er í rosalega miklu uppáhaldi enda svona réttur þar sem öllu er blandað saman og látið inn í ofn. Þennan geta allir gert og allir borðað. Mæli sérstaklega með því að bera hann fram volgan með vanilluís.
Toblerone eftirréttur 4 græn epli
1 dl valhnetur (eða pekanhnetur)
1 dl kókosmjöl
2-3 msk púðursykur
Nokkrar smjörklípur
150 g hvítt Toblerone
100 g Síríus rjómasúkkulaði
Skerið eplin og saxið hneturnar.
Setjið epli í eldfast mót. Stráið hnetunum yfir, síðan kókosmjöli og því næst púðursykri. Endið með því að dreifa nokkrum teskeiðum af smjörklípum yfir allt.
Setjið inn í 160 °c heitan ofn. Þegar eplin eru farin að mýkjast bætið þá söxuðu Tobleroni og rjómasúkkulaðinu yfir. Hitið þar til súkkulaðið hefur bráðnað.