Hér er á ferðinni stórkostlegt myndband frá BBC1. Myndbandið er atriði úr grínþætti Tracey Ullman og fer atriðið fram í yfirheyrsluherbergi. Þar inni situr karlmaður sem var nýlega rændur og kvenkyns lögreglukona sem spyr hann spurninga um ránið. Hún spyr meðal annars hvort hann hafi verið í sömu jakkafötum og hann er í núna. Þetta eru nú dýr jakkaföt og spurning hvort hann hafi verið að bjóða upp á það að vera rændur svona flott klæddur. Hún spyr hann fleiri spurningar í þessum dúr, manninum til mikillar óánægju.
Fyrir þá sem átta sig ekki á skilaboðum myndbandsins og virkilega súra raunveruleika sem þar liggur að baki, þá er verið að vísa til þeirra fáranlegu spurninga sem fórnarlömb kynferðisafbrota fá þegar þau tilkynna afbrotið. Hvort að fórnarlambið hafi verið að „biðja um það“ vegna klæðnaðs, áfengisvímu og svo framvegis. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.