Likamshár eru ekki talin æskileg í okkar heimshluta um þessar mundir. Sér í lagi ekki hjá konum. Við eigum helst að vera grannar og nettar lausar við líkamshár og misfellur á húðinni. „Það er mjög gott fyrir kapítalismann,“ segir ein kvennanna sem kemur fram í athyglisverðu myndbandi sem fjallar einmitt um konur og líkamshár.
Í myndbandinu, sem er unnið af Allure og Style like u, fáum við að heyra um samband þriggja kvenna við líkamshár sín. Við erum nefnilega mismunandi og margar konur hafa talsverðan hárvöxt á likamanum á stöðum sem eru menningu okkar ekki þóknanlegir.
https://www.facebook.com/allure/videos/10154854401398607/