fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Benedikt Heiðar 5 mánaða fær gleraugu – Ótrúlega sætt myndband

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. mars 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Heiðar er hraustur og glaður 5 mánaða strákur. Í sex vikna skoðun kom í ljós að hann sá mjög illa og þurfti á gleraugum að halda. „Þetta var mjög greinilegt því hann vildi aldrei horfa á eitthvað sem var nálægt honum, heldur sneri sér undan. Systir hans, sem er tveggja ára, var mjög hissa á því að hann skyldi ekki brosa til hennar heldur víkja sér undan ef hún kom of nálægt,“ segir Telma Ýr Birgisdóttir móðir Benedikts Heiðars í samtali við Bleikt.

Benedikt Heiðar Bogason með nýju gleraugun.

Fyrir rúmri viku Breyttist lif Benedikts Heiðars og allrar fjölskyldunnar þegar han fékk gleraugun sín. Það var mikil eftirvænting hjá foreldrunum, Telmu og Boga Benediktssyni, sem fóru með hann í gleraugnabúðina í Smáralind og þau ákváðu að taka upp myndband af því þegar Benedikt fengi gleraugun á sig.

„Það gekk ekki til að byrja með þar sem gleraugun meiddu hann. Svo eftir að þau voru stillt í búðinni fórum við í hnoðrakot. Þar tók ég hann í fangið og þá upplifðum við fullkomna augnablikið!“

Telma segir að breytingin hafi verið stórkostleg „Benedikt Heiðar hefur alltaf snúið sér frá ef maður kemur of nálægt, en þarna horfði hann á mig, teygði hendurnar til mín og strauk mig í framan, Bogi tók þá upp símann og tók myndbandið.“

Telma segir framfarir Benedikts Heiðars stórkostlegar síðan hann fékk gleraugun.

„Hann spjallar og spjallar, heldur í hluti, farinn að snúa sér upp á hliðarnar, setur allt uppí sig, líka snuðið og er farinn að frussa! svo má ekki gleyma öllum dásamlegu brosunum.“

Benedikt Heiðar og Alexandra Rut.

Tengslin við stóru systur hafa líka tekið stökk upp á við. „Það er svo fallegt hvað þau systkinin eru að ná saman núna eftir að hann fór að sjá systur sína betur. Við erum ekkert smá stolt af þessum dásamlega dreng!“ Segir Telma að lokum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og West Ham – Merino er fremstur

Byrjunarlið Arsenal og West Ham – Merino er fremstur
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lýsa yfir vanþóknun á ósannindum sveitarfélaganna og skora á stjórnarmenn að gera grein fyrir afstöðu sinni

Lýsa yfir vanþóknun á ósannindum sveitarfélaganna og skora á stjórnarmenn að gera grein fyrir afstöðu sinni
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna