Þann 8. mars var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn víða um heim. Af því tilefni reisti fjármálafyrirtækið State Street styttu af ungri stúlku stara niður hið fræga merki Wall Street, nautið. Styttan ber titilinn Óttalausa stúlkan.
Aðeins nokkrum dögum seinna hefur verið sýnt fram á hvers vegna femínismi er nauðsynlegur í samfélaginu og spilar styttan af stúlkunni óttalausu þar stórt hlutverk.
Alexis Kaloyanides birti á Facebook síðu sinni mynd sem hún tók af jakkafataklæddum fjármálamanni við styttuna. Myndin hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla.
Á myndinni sést maðurinn riðlast á styttunni.
Í texta með myndinni segir Alexis:
Eins og beint úr áheyrnarprufum birtist einhver Wall Street fjármálagaur og byrjaði að riðlast á styttunni á meðan ógeðslegir nauðgaravinir hans hlógu og hvöttu hann til dáða.
Hann þóttist ríða lítilli stúlku. Skíthælar eins og þessi eru ástæða þess að femínismi er nauðsynlegur.