fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Hálfberir karlmenn á Esjunni – Sölvi Tryggva: „Kuldinn styrkir mann“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 13. mars 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli okkar fyrir helgina að fjölmiðlamaðurinn og sjálfsræktargúrúinn Sölvi Tryggvason birti mynd af sér og þremur öðrum reffilegum herramönnum fáklæddum uppi á Esju. Sölvi kallar nú ekki allt ömmu sína, og það gera vinir hans Helgi Jean Claessen, Sölvi Avo Pétursson og Vilhjálmur Andri Einarsson ekki heldur – en þeir eru hinir garparnir á myndinni.

Við ákváðum að heyra í Sölva og fá að heyra hverju þessi óviðeigandi klæðnaður að vetri, á fjöllum, sætti.

„Við höfum aðeins verið að leika okkur að kuldanum, með því að fara í sjóinn, köldu pottana og fleira. Ég hitti Ísmanninn, Wim Hof, í Hollandi 2015 og byrjaði að fikta við þetta þá. Einn af okkur fór svo á námskeið til hans,“

segir Sölvi í samtali við Bleikt.

„Kuldinn styrkir mann og ég er fyrst og fremst að þessu vegna þess hve frábær áhrifin eru á líðanina
Það var örlítið kalt, en annars var það meira vandamál að ég gleymdi almennilegum skóm og fór því upp á strigaskóm.“

Sölvi segir að nauðsynlegt sé að vinna kuldaþolið upp hægt og rólega.

„Þannig að þetta er glæfraskapur ef maður hefur ekki prófað neitt þessu líkt áður, en ef út í það er farið finnst mér mun meiri glæfraskapur að sitja hokinn átta tíma á dag fyrir framan tölvuskjá og éta ruslfæði… Við þolum miklu meira en við höldum!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sást á stóra skjánum og stuðningsmenn bauluðu – Sjáðu viðbrögðin

Sást á stóra skjánum og stuðningsmenn bauluðu – Sjáðu viðbrögðin
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.