Heilsuveitingastaðurinn Gló er að stækka við sig og opna veitingastaði í Danmörku. Þá er kjörið tækifæri til að endurmarkaðssetja fyrirtækið og er ný auglýsingarherferð fyrir Gló að koma út með dragdrottningu í aðalhlutverki.
GóGó Starr vann titillinn Dragdrottning Íslands í fyrra og er stjarna auglýsingarherferðinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem draglistamaður er í aðalhutverki í sjónvarpsauglýsingu á Íslandi. Auglýsingin verður frumsýnd í kvöld í auglýsingahléi úrslita söngvakeppninnar.
Gló er fyrir alls konar fólk, með alls konar bakgrunn og alls konar sögur og það er það sem við viljum sýna með þessari herferð. Vonandi fáum við fólk með fleiri sögur til að segja seinna, fleira fólk sem glóir!
Sagði Sæunn I. Marinósdóttir, markaðsstjóri Gló, við Gay Iceland. Auglýsingarnar munu birtast í sjónvarpi, prenti og á netmiðlum.
GóGó er ekki eina dragdrottningin sem kemur fram í auglýsingunni, félagar hennar úr hópnum Drag-Súgur koma einnig fram í henni, bæði dragdrottningar og kóngar. Hér fyrir neðan er smá „teaser“ fyrir auglýsinguna.
Til að lesa meira um auglýsingaherferðina kíktu á vef Gay Iceland.