fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Daði Freyr – Nær vonandi úr sér kvefinu fyrir kvöldið!

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 11. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði og hljómsveitin hans Gagnamagnið komust upp úr undankeppni Söngvakeppninnar og keppa því til úrslita í kvöld í Laugardalshöll. Daði mun standa á sviðinu með félögum sínum og vonandi endurtaka þau hinn ofurkrúttlega elektródans sem fylgdi laginu í undankeppninni.

Daði er kvefaður, en verður vonandi búinn að ná röddinni til baka í kvöld. Hann gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Bleikt. Gjörið svo vel!

Atriðið þitt í fimm orðum?

Glens, gleði, glaumur, gúrme, glens

Hvað er best við söngvakeppnina?

Að hafa svona mikið af fólki í kringum þig til að láta hugmyndir verða að veruleika, sama hversu bjánalegar þær geta verið.

Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir úrslitakvöldið?

Ég er nú bara á fullu að vinna mig upp úr kvefi og hálsveseni, svo PreCold og Strepsils held ég að verði mesti undirbúningurinn.

Hvaða Eurovision-goðsögn dreymir þig um að hitta?

Sebastien Tellier, pottþétt.

Ertu spenntur að hitta Måns?

Jááá, eina mynd af Gagnamagninu og Måns væri ekki slæmt að fá.

Uppáhalds Eurovison-lag allra tíma?

Devine með Sebastien Tellier

Hvernig muntu undirbúa þig á keppnisdag?

Við erum bara á fullu á æfingum og generalprufum og smink og læti þann dag svo ætli ég taki ekki þátt í því bara

Hver er þín Eurovision-fyrirmynd?

Páll Óskar, hann er flottur gæi!

Hvar er hægt að fylgjast með þér fram að keppni?

Facebook er staðurinn þar sem ég læt mest vita af mér.

Hvað er framundan hjá þér ef þú vinnur?

Ég er bara ekki alveg viss, ég var ekki búinn að hugsa lengra heldur en síðasta laugardag, svo nú er ég ekki kominn lengra en að úrslitunum.

En ef þú vinnur ekki?

Ég á flug til Berlínar á mánudaginn þar sem ég er að fara að klára BA nám í Sound Engineering & Muisic Production, svo ég er bara að fara á fullt að skrifa ritgerð og klára lokaverkefni. Í sumar ætla ég svo vonandi að koma eitthvað heim og spila ef fólk vill koma og sjá.

Eitthvað að lokum?

Ef þið viljið meiri Daða þá mæli ég með Mixophrygian á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Zaha búinn að skrifa undir

Zaha búinn að skrifa undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lánaður til nýliðanna

Lánaður til nýliðanna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Diljá Mist leggur til að þetta verði bannað hér á landi – „Hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum“

Diljá Mist leggur til að þetta verði bannað hér á landi – „Hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.