fbpx
Mánudagur 31.mars 2025

Tara rekur sitt eigið fyrirtæki og hannar sína eigin augnháralínu: „Ég ákvað loksins að treysta á sjálfa mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 8. mars 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Brekkan er förðunarfræðingur og kennari í Reykjavík. Að auki rekur hún sitt eigið fyrirtæki, Törutrix.is, sem er netverslun enn sem komið. Það er búið að vera nóg að gera hjá henni upp á síðkastið, en hún hefur verið upptekin við að byggja upp fyrirtækið sitt, kenna, vera virk á Snapchat og farða.

Tilvera Töru snýst þó ekki einungis um að vinna og vera algjör #GirlBoss. Auk þess að hafa brennandi áhuga á förðun hefur hún gaman að því að teikna, ferðast, dansa, fíflast og hlæja.

Bleikt fékk Töru til að svara nokkrum spurningum um Törutrix.is, hvernig það var að stofna sitt eigið fyrirtæki, hvernig gengur og hvaða vörur hún býður upp á. Við fengum einnig að forvitnast um augnháralínu Töru sem hafa notið mikilla vinsælda og viðtökurnar hafa farið fram úr öllum væntingum.

Tara Brekkan.

Ákvað að treysta á sig sjálfa

Það hefur alltaf verið draumur Töru að byrja með sitt eigið fyrirtæki. Hún hefur sankað að sér reynslu í gegnum tíðina og ákvað loksins að treysta á sig sjálfa og trúa að hún gæti tekið stökkið.

Við spurðum Töru hvernig hún myndi lýsa Törutrix.is í nokkrum orðum og hún sagði:

Traust, gæði, skemmtilegt, fjölbreytt, góð þjónustulund, sanngjarnt og fallegt.

Þegar Tara var að koma fyrirtækinu af stað fór það fram úr öllum hennar væntingum. Hún segir það hafi verið ótrúlegt hvað fólk tók vel í Törutrix.is og hversu mikinn stuðning hún fær frá fjölskyldu, vinum og fylgjendum.

Loksins fékk ég að velja hvað mér finnst best að taka inn í sölu og trúa á sjálfa mig. Það sem ég myndi segja að hafi verið erfiðast var að trúa á sjálfa mig,

segir Tara. Ekki nóg með að bjóða upp á skemmtileg og fjölbreytt úrval af vörum sem hún flytur sjálf inn, þá hefur hún hannað og selt út augnhár sem hún framleiðir sjálf. Aðspurð hvað kom til að hún ákvað að hanna sína eigin augnháralínu segir Tara að það hafði verið alveg óvart.

Ég var að fara að taka inn augnhár frá öðru fyrirtæki þegar ég fann þessa æðislegu síðu á netinu sem leyfir fyrirtækjum að hanna sín eigin augnhár.

Tara hafði strax samband við síðuna og fékk góðar viðtökur í kjölfarið. Hún ákvað þá að gera drauminn að veruleika að hanna og selja sín eigin augnhár.

Falleg og endingargóð augnhár

Törutrix.is augnhárin eru handgerð úr minkahárum. Tara segir að engin dýr verði fyrir skaða í ferlinu og er eingöngu notað bestu hárin sem falla af og eru greidd úr feldinum. Hún leggur mikið upp úr gæðum og eru augnhárin bæði falleg og endingargóð, en það er hægt að nota þau allt að 25-30 sinnum. Bandið á augnhárunum er einstaklega mjúkt og þægilegt að hafa á augunum, enda gerð úr bómull segir Tara.

Aðspurð hvaðan hún fær innblástur segist Tara fá hann alls staðar frá.

Einna helst frá gömlum Hollywood stjörnum, náttúrunni og venjulegu fólki.

Vinsælustu Törutrix.is augnhárin eru Natalía og Cleopatra, en þau fyrri skýrði Tara í höfuðið á dóttur sinni.

Skemmtilegt og fjölbreytt úrval af vörum

Eins og kom fram hér fyrir ofan er Tara ekki aðeins að selja augnhárin sín heldur býður hún upp á fjölbreytt úrval af vörum. Á Törutrix.is er hægt að versla snyrtivörur, augnhár, fullt af skemmtilegu glimmeri, heilsukaffi, brúnkukrem og bursta. Tara segir að það sé margt skemmtilegt á leiðinni og tilkynnir hún allar nýjar vörur á Snapchat (@Tara_Makeupart) og Facebook síðu Törutrix.is.

Vinsælustu vörurnar eru glimmerin sem Tara flytur inn, en þau seldust strax upp. Augnhárin, kaffið og brúnkukremið hafa einnig notið mikilla vinsælda.

Tara segir að Törutrix.is hefur farið fram úr öllum væntingum og er eftirspurnin mikil. Mikill áhugi er fyrir vörunum sem hún býður upp á og seljast flestar vörur upp um leið og þær koma í búðina. Það er margt á döfinni hjá Töru. Hún er að flytja inn fleiri nýjar og skemmtilegar vörur sem verða til sölu á Törutrix.is. Auk þess er hún að skipuleggja förðunarnámskeið í Reykjavík og þeir sem eru áhugasamir geta fylgst með dagsetningu námskeiðsins á Snapchat (@Tara_Makeupart) og Facebook.

Hluti af því vöruúrvali sem er í boði á torutrix.is

Við hjá Bleikt vildum vita meira um þessa metnaðarfullu og öflugu dömu og fengum hana til að svara nokkrum spurningum um allt milli himins og jarðar.

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Brosmild, jákvæð, hress, traust og dugleg.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Ég er með fullkomnunaráráttu sem getur bæði verið styrkleiki og veikleiki. Að vera fullkominn er að vera ófullkominn.

Áttu þér mottó í lífinu?

Never a failure always a lesson.

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Kósý, þægilegt, glam, fjölbreytt og glimmer.

Hvað er best við veturinn?

Kertaljós og snjórinn.

Hvern dreymir þig um að hitta?

Dalai Lama.

Uppáhaldsbók?

The Girl on the Train

Uppáhaldsbíómynd:

An affair to remember.

Hver er þín fyrirmynd?

Mamma.

Ef þú ættir þrár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Hjálpa fólkinu mínu, byggja upp fyrirtækið mitt og fara í ferðalag með fjölskylduna mína.

Tara er eins flott og hún er fjölbreytt þegar kemur að förðun.

Twitter eða Facebook?

Facebook. Hahah ég er ekki alveg farin að læra inná Twitter

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Síminn minn verð ég að segja…… og allra förðunarvaranna minna.

Hvað óttastu mest?

Að eitthvað komi fyrir börnin mín.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Alls konar. Ég er mikil alæta á tónlist en helst gömul lög.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Lakkrís.

Tara setti myndband á YouTube rásina sína hvernig þessi förðun er framkvæmd.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Snapchat: tara_makeupart
Instagram: torutrix
Facebook: Törutrix
Youtube: torutrix
torutrix.is

Hvað er framundan hjá þér í vor?

Halda áfram að byggja upp fyrirtækið mitt, eyða tíma með fjölskyldunni minni og flytja.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Ég er mjög dugleg að kenna á Snapchat endilega fylgist með mér þar Tara_makeupart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi

Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Manchester United

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Manchester United
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Löngum kafla senn að ljúka hjá Muller

Löngum kafla senn að ljúka hjá Muller
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þungt högg fyrir Ísland

Þungt högg fyrir Ísland
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.