fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Fjórtán kynþokkafyllstu karlmenn Íslands

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 8. mars 2017 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslenskir karlmenn eru ekki kynþokkafull tegund, það er ekki til neinn George Clooney Íslands,“ sagði menningargyðjan og ritstýran Kolbrún Bergþórsdóttir við mig nýverið. Þó svo að tilfinningar mínar til karlkynsins séu flöktandi sá ég mig knúna til að setja saman hóp álitsgjafa til að velja kynþokkafyllstu karla landsins.

Hér er listinn kominn sjóðheitur – athugið að karlmennirnir sem hann prýða eru birtir í tilviljanakenndri röð.

Borgar Magnason (43)

Borgar er mögulega þokkafyllsti klassíski hljóðfæraleikari í gervallri Evrópu, og kannski héldi hann titlinum þó að fleiri heimsálfur bættust við. „Maðurinn er lamandi fallegur,“ sagði einn álitsgjafa. Ekki skemmir hæðin fyrir, já og þykka hárið er æði. Fiðrildi fljúga um magann þegar hann stendur teinréttur við voldugan bassann og framkallar töfrandi tóna

Birkir Bjarnason (28)

Þykir mörgum einn fallegasti maður Íslands. Feimnislegt yfirbragð og einbeitt augnaráð undir gylltum makka lætur þennan hæfileikaríka fótboltamann minna á norrænt goð, plús honum tókst það sem hinum sænska Staffan Olsson tókst aldrei: Að gera hárbandið töff.

Villi Naglbítur (39)

„Hann er náttúrlega bara geislandi kokhraustur, með blik í augum og virkar bráðgáfaður,“ sagði þroskuð kona sem nefndi Villa til sögunnar. Vissulega er hann löðrandi af þokka og vinsæll meðal barna jafnt sem fulltíða kvenna.

Guðmundur Arnar Guðmundsson (35)

Hjartasteinn þjóðar, leikhöfundur, leikstjóri og snillingur skaust fram á sætu íslendinga sjónarsviðið á síðasta ári þegar kvikmynd hans Hjartasteinn sló í gegn.
Þessi hæfileikaríki maður er einnig gullfallegur og ef hann nennir ekki að gera fleiri myndir á hann eflaust góða möguleika á feitu hlutverki í Game of Thrones eða Vikings.
Það er býsna auðvelt að falla í stafi yfir Guðmundi því dökkt lokkaflóðið, þéttur skeggvöxtur og stingandi gáfuleg brún augun eru ávísun á leikrænt yfirlið hvar sem hann kemur.

Antoine Hrannar Fons

 

Það er með ólíkindum að Antoine Hrannar Fons flugþjónn skuli ekki vera að ganga plankann fyrir Vivienne Westwood eða pósa á brókinni fyrir Calvin Kline því hans fransk íslenska lúkk er sem meitlað í módelstein.
Strákslegt bjart yfirbragð, munúðarfullur munnsvipur, fagurmótuð skáleit augu, vel fókuseraður kjálki og nef kallar hreinlega á forsíðu í einhverju glansblaði í það minnsta!

Einar Þorsteinsson

Hefur nú áður sést á listum á þessum miðli – enda ekki furðulegt. Maðurinn er sá mest sexí sem við fáum að sjá í sjónvarpsfréttum um þessar mundir. „Eitthvað svo voðalega passlegur og líka með mjög seiðandi rödd,“ sagði álitsgjafi.

Rúrik Gíslason

Hann er óneitanlega „pretty boy“ íslenska fótboltaheimsins og fær hann ófáa aðdáendur af báðum kynjum til að kikna í hnjáliðunum. Ljósblá augun, 3daga skeggstubbapartý, meitlaðir kjálkar (hvað er málið með alla þessa kjálka á þessum lista…) og yfirburða tískuvitund er það sem heillar lýðinn, það er ljóst.

George Leite

Aka Lávarðurinn af Kalda hefur brætt mörg hjörtun með þokka sínum, sjóðheitu lúkki og stimamýkt á barnum Kalda. Kaldi ætti eiginlega að heita Heiti þegar George er á vaktinni, slíkur er funinn sem streymir út frá þessum kynþokkafulla og dökka Lávarði. „Ég sé eiginlega eftir þessari tilnefningu því nú verður enn troðnara á Kalda og nóg var nú fyrir, en George er bara of flottur til að vilja ekki deila honum cause sharing is caring…“ sagði einn álitsgjafa.

Birgir Axelsson (38)

Jújú mikið rétt. Þessi hefur nú lent inni á listum áður. En hvernig er annað hægt þegar maðurinn gengur um með sítt hár, skegg, húðflúr og fegurstu augun í öllum skóginum. Ef ykkur langar að sjá hann fáklæddan/allsberan mætti að ósekju benda á tvö tónlistarmyndbönd – Secret song með Ananda, og Blood burst með Mammút.

Björn Stefánsson (36)

Í fysta lagi var Bjössi trommari í Mínus (rifjið þetta bara upp), í öðru lagi er hann leikari. Hann skartar ómótstæðilega meitluðum töffarasvip og líkamlegt atgervi er með eindæmum – það besta er þó að han er rosa næs náungi. Einn álitsgjafi Bleikt, sem reyndar er með snert af blóðblæti sagði. „Blóðtrommusólóið í Njálu er vandræðalega oft til staðar í fantasíum mínum. Ofsinn og kynþokkinn fyllti svið og sal Borgarleikhússins. Ég átti erfitt með gang að sýningu lokinni.“ Það vill svo til að myndin hér að ofan er einmitt tekin eftir eitt slíkt trommusóló.

Einar Scheving (43)

Silfurrefurinn með trommukjuðana er með afbrigðum myndarlegt eintak af manni, svona eins og smáfríðari útgáfa af Ingvari E. En með sama sjarmann.
Hvar sem ber niður þá er Einar úsandi af kynþokka..Hvort sem það er silfrað hárið, pipar og salt skeggið eða ábúðarfullur augnsvipurinn, þá kallar það á titring í hnjám og eitt auka(trommu)slag í hjarta.

Jón Kári Eldon (28)

Þessi prýðispiltur virðist alltaf vera með bros á vör, bros sem bræðir jafnvel köldustu hjörtu á dimmum vetrarnóttum. Hann hefur gaman af lífinu og það sést langar leiðir, sjálfsöruggur og sjarmerandi. Ekki skemmir að hann er með húmorinn í lagi

Ragnar Hansson (38)

Það er ekki bara þéttur skeggvöxturinn sem heillar – hér er maður sem hefur opnað sig um geðræna erfiðleika og það er alltaf sjarmerandi að vera í tengslum við sjálfan sig. „Mér finnst hann bara fullkominn,“ sagði einn álitsgjafa áður en hún hné í ómegin.

Jökull Kaleo (27)

Jökull í Kaleo þykir með heitari mönnum í íslensku senunni í dag. Þó Jökull sé ekki hár í loftinu þá bætir hann upp fyrir það með meitluðum kjálkum, perluhvítum tönnum og fögrum bísepp (bicep muscle). Sandpappírsröddin skellir svo punktinum yfir iið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.