Helga Gabríela deildi girnilegri uppskrift að indversku Dal á bloggsíðu sinni, helgagabriela.is. Bleikt fékk góðfúslegt leyfi að deila uppskriftinni með lesendum.
Þennan einfalda og bragðgóða Dal rétt er frábært að elda nóg af í byrjun vikunnar og eiga til þar sem hann verður bara betri daginn eftir. Kókosmjólkin gerir réttinn að algjörum lúxus þar sem hún er girnilega kremuð um leið og hún er orkugefandi.
Helga Gabríela segist vera dugleg að elda réttinn þar sem hann er einfaldur og góður. Þar að auki elskar hún linsur, þær eru næringarríkar, saðsamar og ódýr fæða.
Magnið af grænmetissoði í uppskriftinni gefur mjög þykka og kremaða áferð, ef þú vilt meiri „súpu fíling“ ekki hika þá við að hella aðeins meira af vökva saman við (en ef þú gerir það, þá þarf væntanlega að bæta aðeins meira af kryddi á móti).
Hráefni Fyrir Dal:
2 msk kókosolía
1 meðalstór laukur, skorinn niður
3 stór hvítlauksrif eða 4 lítil, smátt saxað
2 msk engifer, fínt saxað
3 gulrætur, flysjaðar og skornar niður
2 msk rauðvínsedik
2 tsk garam masala
1 tsk cumin
1/2 tsk túrmerik
1 bolli / 180gr grænar linsur, gott að skola þær
1 dós kókosmjólk
2 bollar / 450ml grænmetissoð
1/2 – 1 tsk himalaya eða sjávarsalt
Ferskur pipar, eftir smekk
50gr spínat
80gr brokkolí
Fyrir hrísgrjónin:
1 bolli basmati hrísgrjón
Kóríander, smátt saxað
safi úr 1/2 sítrónu
1/2 tsk salt
Uppskriftin er passleg fyrir 4
Afgangarnir geymast í þéttu íláti í 4-6 daga. Einnig er sniðugt að setja afgangana í „zip lock poka“ og frysta til að eiga síðar.
Njótið vel!
Til að skoða meira hvað Helga Gabríela er að gera kíktu hér.