fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Leikföng byggð á kvenpersónum seljast sem aldrei fyrr þrátt fyrir efasemdir framleiðenda

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 2. mars 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið talað um það að skortur sé á kvenkynspersónum í skemmtiefni fyrir börn. Fyrir nokkrum árum hefði það tekið dágóða stund að finna kvenkynsleikfang úr stórmynd sumarsins hverju sinni en það hefur breyst mikið á undanförnum árum. Hver er skýringin?

Felicity Jones heldur á leikfangi byggðu á Jyn Erso sem hún lék í Rogue One.

Star Wars bálkurinn var endurvakinn fyrir nokkru þegar Disney samsteypan keypti réttinn af myndunum af George Lucas. Fyrsta Star Wars myndin frá Disney var Force Awakens sem frumsýnd var um jólin 2015. Þar er í aðalhlutverki Rey, leikin af Daisey Ridley. Þetta mældist misvel fyrir í ýmsum hornum internetsins en óhætt er að segja að tekist hafi vel til.

Disney tók áhættu og hafði kvenhetju í Force Awakens. Hún seldist betur en flestir, fyrir utan Kylo Ren, en vondi kallinn selst alltaf best,

segir Jim Silver, forstjóri TTPM vefsíðu sem veitir umsagnir um leikföng.

Daisey Ridley í hlutverki Rey í Force Awakens.

Lítið hefur farið fyrir sterkum kvenhetjum í stórmyndum frá Hollywood og því greinilegt að Disney hitti á vannýttan markað með Rey en áður fyrr veigruðu fyrirtæki sér við að framleiða slíkan varning vegna þess að þau töldu að hann seldist ekki. Fyrirtækið hefur nú selt Star Wars varning fyrir næstum því hálfan milljarð Bandaríkjadala.

Áður en Rey kom til sögunnar var það hægara sagt en gert að finna leikföng byggð á kvenpersónum úr spennu- og ofurhetjumyndum. Svarta Ekkjan úr Marvel myndunum, sem leikinn er af Scarlett Johannson var hvergi fáanleg. Núna eru hillur leikfangaverslana undirlagðar af kvenpersónum, Supergirl, Batgirl, Wonder Woman og Jyn Erso úr nýjustu Star Wars myndinni Rogue One svo eitthvað sé nefnt. Það er því ljóst að eftirspurnin er til staðar og það er fagnaðarefni að börn geti leikið sér með fjölbreytt leikföng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.