Fimm konur sem starfa sem vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA verða gerðar að Legoköllum, eða réttara sagt Legokonum, í nýjum dótakassa sem kemur út á næsta ári. Greint er frá þessu á vef CNN.
Þær Sally Ride, fyrsta bandaríska konan sem fór upp í geim, Nancy Grace Roman, sem vann við gerð Hubble-geimsjónaukans, Mae Jemison, fyrsta blökkukonan sem fór upp í geim ásamt Margaret Hamilton og Katherine Johnson, sem unnu að því að koma mönnum til tunglsins á sínum tíma, verða allar gerðar ódauðlegar í Lego-kubbum.
„Konur NASA“ er hugarfóstur Maiu Weinstock sem starfar hjá MIT-háskólanum en hún sendi þetta tillögu til Lego sem hefur látið hana verða að veruleika. Weinstock segir að ásamt því að fagna árangri í geimvísindum þá fagni kubbarnir sögu kvenna sem hefur því miður ekki verið jafn áberandi og margra karla í geimferðaheiminum:
„Kubbarnir eru fræðandi og hjálpa börnum jafn sem fullorðnum að læra um sögu kvenna í vísindaheiminum.“