fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

,,Ég bið ykkur um að dæma mig ekki og líta ekki á mig sem vonda manneskju“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 1. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, áður þekktur sem Biggi lögga og nú flugþjónn skrifar á dag á Facebook síðu sinni einlægan pistil þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni. Hann hafi brugðist landi og þjóð með afdrifaríkum hætti og vilji gera hreint fyrir sínum dyrum. Hann biður fólk um að fyrirgefa sér og dæma hann ekki þrátt fyrir allt sem á undan sé gengið.

Birgir hefur eins og flestir vita látið af störfum innan lögreglunnar og starfar nú sem flugþjónn hjá Icelandair. Þegar hann ákvað að skipta um starfsvettvang hafði Bleikt samband við hann og grennslaðist fyrir um ástæður þess að hann ákvað að söðla um með þessum hætti og þá sagði hann:

„Konan mín er kennari og ég var búinn að vera að reyna að fá hana til að hætta því láglaunastarfi og skella sér í flugið. Hún var eitthvað treg til þannig að ég ákvað þá að skella mér bara sjálfur. Lögreglustarfið er því miður þannig að maður er alltaf með augun opin fyrir nýjum tækifærum.“

Birgir sagði þá að hann myndi sakna lögreglustarfsmenn en hugsjónir dugi ekki til að reka heimili.

„Ég á samt örugglega eftir að verða ljómandi flugliði og ég hlakka mikið til að takast á við það. Kjörin í löggunni hafa líka orðið til þess að ég hef nánast ekkert náð að ferðast síðan ég byrjaði þar. Ég hef ekki farið með frúnni til útlanda síðan 2005. Það er frekar leiðinlegt, sérstaklega þegar maður elskar að ferðast. En svona er þetta. Nú fæ ég allavega að ferðast eitthvað sjálfur og vonandi líka með fjölskyldunni í náinni framtíð.“

En hvers vegna er Biggi að biðjast afsökunar? Sér hann kannski eftir því að hafa skipt um starfsvettvang eða gerði hann afdrifarík mistök í nýja starfinu?

Gefum Birgi orðið:

Kæru vinir, ég vil biðjast afsökunar á að hafa brugðist ykkur. Ég trúi ekki enn að þetta hafi gerst. Þetta er ófyrirgefanleg hegðun á allan hátt og alls ekki til eftirbreytni. Ég mun gera allt til að reyna bæta upp fyrir þessa hræðilegu yfirsýn mína. Ég bið ykkur um að dæma mig ekki og líta ekki á mig sem vonda manneskju. Ég ætla þrátt fyrir allt að reyna að líta björtum augum á framtíðina og jafna mig á þessu áfalli. Sem betur fer kemur nýr dagur eftir þennan dag og sem meira er, nýr öskudagur á næsta ári. Ég vil bara segja ykkur að ég er í alvöru gott foreldi þó svo að ég hafi gleymt að taka mynd af börnunum mínum í búning áður en þau fóru í skólann í morgun. Ég lofa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram

Morðið á fegurðardrottningunni skók Bandaríkin – Nú setur faðir hennar þungar ásakanir fram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bálreiður Keane bauð manninum að hitta sig eftir vinnu – ,,Ég bíð eftir þér á bílastæðinu“

Bálreiður Keane bauð manninum að hitta sig eftir vinnu – ,,Ég bíð eftir þér á bílastæðinu“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Ekki gerst í heil 18 ár
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heimsfræg poppstjarna tapaði 3,5 milljónum á 90 mínútum – Ákvað að taka svakalega áhættu í gær

Heimsfræg poppstjarna tapaði 3,5 milljónum á 90 mínútum – Ákvað að taka svakalega áhættu í gær
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein