fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025

Þess vegna klappaði Brie Larson ekki fyrir Óskarsverðlaunum Casey Affleck

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það veitti eftirtekt og þótti ögn vandræðalegt að Brie Larson skyldi neita að klappa fyrir Casey Affleck þegar hún færði honum Golden Globe verðlaun á dögunum – svo að flestir bjuggust við því að einhver annar yrði fenginn til að færa honum sjálf Óskarsverðlaunin. En nei – sagan endurtók sig, og Bree stóð aftur upp á sviði, færði Casey verðlaun og klappaði EKKI.

En hvaða ólund er þetta eiginlega í konunni? Jú sjáið til, Brie hefur verið virk talskona gegn kynferðislegu ofbeldi, og Casey hefur legið undir alvarlegum ásökunum um einmitt það.
Casey hlaut í báðum tilfellum verðlaun fyrir besta leik karlmanns í aðalhlutverki í kvikmundinni Manchester by the Sea, en hann er 41 árs gamall og yngri bróðir óskarsverðlaunahafans Ben Affleck. Um er að ræða tvö mál frá árinu 2010 sem fengu aftur athygli þegar tilnefningarnar voru ljósar. Casey á þá að hafa ítrekað áreitt tvær samstarfskonur við gerð myndarinnar I’m Still Here sem Joaquin Phoenix lék aðalhlutverkið í, önnur þeirra var framleiðandi sem hann hafði starfað með í áratug, og hin kvikmyndatökukona. Samið var um bæði málin áður en kom til réttarhalda.

Brie í hlutverki sínu í Room.

Brie lagði mikið á sig við að setja sig í spor þolenda ofbeldis þegar hún lék í kvikmyndinni Room, sem fjallar um konu sem er haldið í litlum kofa þar sem hún og sonur hennar þurfa að þola kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu karlmanns. Fyrir hlutverkið fékk hún Óskarsverðlaun sem besta leikkonan í fyrra. Brie hefur síðan talað fyrir því að hlustað sé á þolendur og að gerendur komist ekki upp með brot sín.


Áhorfendur tóku eftir vandræðaganginum á sviðinu og því að Brie faðmaði Casey snögglega og klappaði ekki fyrir honum. Það þótti kaldhæðnislegt því að á Óskarsverðlaununumm í fyrra var hún á sviðinu á meðan Lady GaGa flutti lagið Till it happens to you, og faðmaði þolendur kynferðisofbeldis sem með henni voru á sviðinu.


Ýmisr fjölmiðlar hafa fjallað um málið. Þar á meðal Independent og Huffington Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Bjóst ekki við að starfa á Íslandi á ný – Öll plön breyttust eftir fund sem kom flatt upp á hann

Bjóst ekki við að starfa á Íslandi á ný – Öll plön breyttust eftir fund sem kom flatt upp á hann
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Níu mánaða bann fyrir þessa ömurlegu hegðun – Myndband

Níu mánaða bann fyrir þessa ömurlegu hegðun – Myndband
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Trump setur afarkosti: „Annars er þessu LOKIÐ fyrir ykkur“

Trump setur afarkosti: „Annars er þessu LOKIÐ fyrir ykkur“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök fyrrum leikmanns United í gær

Sjáðu skelfileg mistök fyrrum leikmanns United í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Uppljóstra um risatilboð Liverpool nokkru áður en stjarnan færði sig um set

Uppljóstra um risatilboð Liverpool nokkru áður en stjarnan færði sig um set
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jökull rýfur loks þögnina um meintan brottrekstur Björns í Garðabæ – „Vorum með samkomulag“

Jökull rýfur loks þögnina um meintan brottrekstur Björns í Garðabæ – „Vorum með samkomulag“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Breyttur tónn hjá Pútín í garð Zelenskyy – „Pútín er undir þrýstingi“

Breyttur tónn hjá Pútín í garð Zelenskyy – „Pútín er undir þrýstingi“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Norðurkóreskir hakkarar stóðu á bak við stærsta rafmyntaþjófnað sögunnar

Norðurkóreskir hakkarar stóðu á bak við stærsta rafmyntaþjófnað sögunnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.