fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Orðinn undirfatamódel eftir Óskarinn

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins örfáum klukkustundum eftir að hann vann Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk sitt í Moonlight, var Mahershala Ali búinn að landa milljónasamningi fyrir að auglýsa undirföt fyrir Calvin Klein.

Fjórum dögum áður en hann stóð á sviði með styttuna gylltu og þakkaði fyrir sig hafði hann eignast sitt fyrsta barn – svo það er skammt stórra högga á milli hjá hjá Mahershala.

Hann ásamt meðleikurunum úr Moonlight, þeim Trevante Rhodes, Ashton Sanders og Alex Hibbert, verður í aðalhlutverki í herferð Calvin Klein til að kynna vorlínu karlmanna í nærfötum 2017.

Ljósmyndarinn Willy Vanderperre tók myndirnar sem eru tískumyndir með áherslu á karakter fyrirsætanna.

Eins og kunnugt er var það kvikmyndin Moonlight sem hlaut verðlaun sem besta kvikmyndin aðfararnótt mánudagsins eftir að kynnarnir höfðu óvart tilkynnt LaLaLand sem sigurvegarann, og þannig gert þessa 89. verðlaunahátíð verulega eftirminnilega.

Myndin fjallar um ungan þeldökkan mann sem strögglar við lífið í grjóthörðu hverfi í Miami.

Síðustu auglýsingaherferðir Calvin Klein hafa skartað módelum eins og Kendall Jenner og Justin Bieber – svo mörgum finnst þetta hressandi breyting.

Hér er smá forsmekkur – virkilega vel heppnað finnst okkur á Bleikt!


Lestu meira: Þetta eru sigurvegarar Óskarsverðlaunanna 2017

Það var Huffington Post sem greindi frá

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United

Sagður hafa átt samtal við Amorim um að koma til United
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.