fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Kynlífsorðabankinn – auktu kynlífsorðaforða þinn!

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskt mál er auðugt, en það vantar dálítið upp á þegar kemur að ást og losta. Þvi betur sem við getum tjáð okkur – því betra verður kynlífið! Ef lesendur luma á skemmtilegu orði eða orðskýringum má senda ábendingar á raggaeiriks@bleikt.is. Húrra fyrir ástríkara og lostafyllra móðurmáli!

Handrið – sjálfsfróun, óháð kyni.

Lúftrúnk – þegar annarri höndinni er sveiflað í rúnkhreyfingu, augum gjarnan ranghvolft um leið. Yfirleitt notað til að lýsa vanþóknun.

Að fara suður – að veita munngælur.

Að fara afsíðis – að stunda sjálfsfróun.

Tindermyndablinda – þegar einstaklingur skráir sig á Tinder og birtir óviðeigandi myndir – er ekki dómbær á eigin myndir.

Brómantík (e. bromance) – djúp vinátta eða ást milli tveggja gagnkynhneigðra karlmanna.

Kynlífsþynnka – tómleikatilfinning eftir ríkulega ástundun kynlífs. Oft hægt að koma í veg fyrir með samtölum og knúsi.

Einhyrningur – tvíkynhneigð kona sem tekur þátt í kynlífi með pari en krefst ekki annarrar skuldbindingar. Oft er talað um að þær séu jafn vandfundnar á jörðinni og einhyrningar.

Skeggblinda – þegar skeggsækni einstaklings er á það háu stigi að annað í fari þess skeggjaða, svo sem persónuleiki, hættir að skipta máli.

Bjullur – brjóst á karlmanni. Hjá sumum karlmönnum safnast fita undir geirvörtur á bringunni svo úr verða brjóst. Fræðiheitið er „gynecomastia“. Stundum er orsökin truflun á hormónastarfsemi en í öðrum tilfellum er fitudreifingu líkamans um að kenna.

Rimma – sögnin að rimma vísar til þess þegar tunga er notuð í þeim tilgangi að örva endaþarmsop.

Tvípoka – þegar tveir smokkar eru settir á lim fyrir samfarir. Þess ber að geta að framkvæmdin er ekki talin fela í sér aukna vörn gegn þungun eða smiti sjúkdóma.

Loðtaco – píka. Tveir barmar, safaríkt innihald – og hár!

Kvensmokkur – sérstakur smokkur úr pólýúretan-plastefni sem notaður er til að klæða leggöng fyrir samfarir. Á báðum endum er stinnur hringur sem heldur smokknum á sínum stað.

Reðurteppa (e. cockblock) – prýðileg íslenskun á þessari sögn. Hér er átt við þegar einstaklingur kemur í veg fyrir möguleika karlmanns á kynmökum.

Leikjaþynnka (e. subdrop/domdrop) – vanlíðan í kjölfar BDSM-leiks.

Leikjaflug (e. subspace/domspace) – vellíðan eða hugleiðsluástand sem getur skapast hjá fólki í BDSM-leikjum.

Skonsa – nýyrði yfir kynfæri kvenna. Komst í hámæli eftir fyrirsögn í frétt Morgunblaðsins.

Slölli – sleikur eða tungukoss.

Dráttarvél – titrari, kynlífsleikfang.

Sískona (e. cis-woman) – einstaklingur sem upplifir sig sem konu og hefur fæðst í kvenlíkama. Í daglegu tali kallað kona.

Búðingur – vottur af holdrisi hjá karlmanni.

Gæluvarðhald – kynlífsleikur þar sem aðili er bundinn og þiggur gælur í því ástandi.

Líkþrá (e. necrophilia) – þráin eftir því að hafa samræði við lík.

Samlóka – vísar til kvenna sem hafa átt sömu ástmennina, samanber kviðmágar sem lengi hefur verið notað um karlmenn sem hafa sængað með sömu konunni.

Argur – að vera argur þýddi áður fyrr að vera samkynhneigður karlmaður.

Handavinna  – að nota hendurnar til örvunar kynfæra.

Þríhyrningur (e. threesome) – kynlíf þar sem þrír taka þátt.

Ferhyrningur (e. foursome) – kynlíf þar sem fjórir taka þátt.

Marghyrningur (e. moresome) – kynlíf þar sem fleiri en fjórir taka þátt.

Mótorbátur – þegar andlit er sett milli brjósta, blásið og höfuð hrist á sama tíma.

Þjókall (e. booty call) – símtal, gjarnan seint um kvöld, þar sem boðið er til kynlífsstundar.

B-blettur – vísar til blöðruhálskirtils karlmanna. Hægt er að örva blöðruhálskirtilinn gegnum endaþarm og magna þannig upp tilfinningu við fullnægingu.

Ókynhneigð (e. asexuality) – notað um þá sem hneigjast ekki til kynlífs og/eða finna ekki fyrir kynferðislegri aðlöðun gagnvart öðru fólki. Samkvæmt breskri rannsókn frá 2004 féll 1% þátttakenda undir þessa skilgreiningu.

Kynsæl/l – einhver sem stundar mikið kynlíf og nýtur kynferðislegra vinsælda.

Sveigjanleg kynhneigð (e. heteroflexibility) – hæfileikinn eða áhuginn fyrir að leyfa sér kynferðislegan áhuga eða samneyti við einstaklinga af kyni sem maður hneigist ekki til alla jafna.

Hýr (e. queer) – regnhlífarhugtak fyrir þá sem skilgreina sig ekki gagnkynhneigða eða af karl-/kvenkyni. Innan hugtaksins falla hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, transfólk, intersex-fólk og ókynhneigðir.

Legháls (e. cervix) – neðsti hluti legsins sem tengir legið við leggöngin. Þegar talað er um útvíkkun í undirbúningi fæðingar er verið að vísa til útvíkkunar leghálsins.

Hnefaleikar (e. fisting) – það athæfi þegar hnefi er settur inn um líkamsop til kynferðislegrar örvunar.

Andlitsseta (e. face sitting) – þegar kona situr klofvega á andliti annarrar manneskju til dæmis þannig að snípur nemi við nef og leggöng við munn.

Saflát (e. female ejaculation/squirting) – losun á vökva við fullnægingu hjá konu. Vökvinn kemur úr kirtilvef sem umlykur þvagrásina og er svipaður að samsetningu og vökvinn sem blöðruhálskirtill karlmanna framleiðir.

Tvíkynhneigð (e. bisexualiy) – að hafa hæfileikann til að laðast kynferðislega og tilfinningalega að bæði konum og körlum. Hugtakið hefur verið gagnrýnt fyrir tvíhyggju því það felur í sér að til séu tvö kyn og ekkert þar á milli.

Kameltá (e. cameltoe) – orð sem er notað yfir píku, þegar ytri barmar sjást aðskildir, gegnum þröngar buxur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ásmundur Einar kófsveittur í dimmu tjaldi – „Ég er alveg geggjaður“

Ásmundur Einar kófsveittur í dimmu tjaldi – „Ég er alveg geggjaður“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Því er spáð að stjörnurnar fari allar í Mosfellsbæ á næstunni – „Hann er að byggja sér í Mosó og opna smíðafyrirtæki með pabba sínum“

Því er spáð að stjörnurnar fari allar í Mosfellsbæ á næstunni – „Hann er að byggja sér í Mosó og opna smíðafyrirtæki með pabba sínum“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Uppnám í Valhöll þegar það átti að bæta Brynjari í hópspjallið – Afleiðingarnar voru sprenghlægilegar

Uppnám í Valhöll þegar það átti að bæta Brynjari í hópspjallið – Afleiðingarnar voru sprenghlægilegar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Sjónvarpsmaður barðist við að halda aftur af tárunum þegar hann fór með ræðu um kosningarnar

Sjónvarpsmaður barðist við að halda aftur af tárunum þegar hann fór með ræðu um kosningarnar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lýsir þjáningum Þorsteins sem tók verðtryggt lán árið 2004 – „Lánið bara hækk­ar og hækkar“

Lýsir þjáningum Þorsteins sem tók verðtryggt lán árið 2004 – „Lánið bara hækk­ar og hækkar“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Leita hunda sem hafa drepið minnst níu kindur í Borgarfirði

Leita hunda sem hafa drepið minnst níu kindur í Borgarfirði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hildur birtir launaseðilinn – Segir ungmennabókahöfunda þurfa listamannalaun til að lifa á skrifunum

Hildur birtir launaseðilinn – Segir ungmennabókahöfunda þurfa listamannalaun til að lifa á skrifunum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Langflestir Íslendingar styðja Kamölu Harris – Stuðningur kjósenda Miðflokksins vekur athygli

Langflestir Íslendingar styðja Kamölu Harris – Stuðningur kjósenda Miðflokksins vekur athygli
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.