fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Steini Glimmer – „Með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 27. febrúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steini Glimmer er ekki týpan sem situr auðum höndum. Hann rekur fataverslunina Steini á Skólavörðustíg, þar sem hann selur meðal annars sitt eigið tískumerki, og svo er hann með gistiheimilið Reykjavík Rainbow á besta stað í 101.

Við píndum Steina til að setjast niður í nokkrar mínútur og svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Það tókst – og hér er afraksturinn.

Gjörðu svo vel Steini Glimmer!

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Mjög metnaðarfullur, hæfileikaríkur, glaðlyndur og hress, með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Ég á alltof auðvelt með að hleypa fólki að mér og treysta.

Áttu þér mottó í lífinu?

Mottóið mitt er að klára þau verkefni sem ég tek að mér hverju sinni og gera það 100%.

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Stíllinn minn er rosalega fjölbreyttur og oft á tíðum mjög litríkur. Ég versla nánast hvar sem er en finnst mjög gaman að eiga eina og eina dýra flík frá flottum hönnuðum. Ég elska að klæða mig upp og vera öðruvísi en fíla samt sem áður líka að vera í jogginggallanum inn á milli.

Hvað er best við veturinn?

Það besta við veturinn er að við getum einmitt klætt okkur í fullt af töff fötum og sett upp flottan trefil og annað og notið þess að vera úti og verið sjúklega töff. Svo ef við nennum því ekki þá getum við einnig verið bara undir teppi með kertaljós og horft á sjónvarp og notið þess að lifa í kulda og rómantík.

Hvern dreymir þig um að hitta?

Ég væri rosalega til í að hitta Karl Lagerfeld, það er eithvað svo mikið cool við hann.

Uppáhaldsbók?

Ég les ekki bækur því miður, en ég les tískutímarit ef það telur.

Hver er þín fyrirmynd?

Ég verð að segja mamma, eins klisjulega og það hljómar, en hún er massa töffari og hefur aldrei látið stoppa sig þrátt fyrir margar hraðahindranir í lífinu. Ég tek mér hana til fyrirmyndar og læt ekkert stöðva mig í að lifa og njóta þess að gera það sem mig langar hverju sinni.

Ef þú ættir þrár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Í næstum tvö ár hef ég unnið í því að starta egin hönnun og fatalínu og opna verslun. það er svo margt á teikniborðinu að ég myndi eflaust bara setja peninginn í það og framleiða enn meira.

Twitter eða Facebook?

Facebook, ég er ekki alveg búin að læra á þetta Twitter.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án snjallsímans, eins mikið og mig langar oft að sturta honum ofan í klósettið þá er ég með og rek tvö fyrirtæki, verslunina og svo gistiheimilið Rainbow Reykjavík. Svo það fer rosalega mikið af minni vinnu í gegnum símann hvað varðar bókanir, fundi, pantanir, tölvupósta og ýmislegt annað. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki símann í þetta allt saman.

Hvað óttastu mest?

Ég óttast mest að verða sjúklingur og geta ekki sinnt mínu, ég hræðist ekki dauðann því þegar ég dey þá dey ég en að lifa sem sjúklingur er eitthvað sem ég hefði bara ekki þolinmæði í. Ég hef horft upp á þó nokkra ganga í gegnum erfið veikindi og ég hef engann áhuga takk.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Í spilaranum þessa daganna er aðallega Rag’n’Bone Man, sem er algert æði.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Pizza með kokteilsósu uppí rúmi.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Facebook: steiniglimmer
Snapchat: glimmz
Instagram: #steiniglimmer #steinidesign og #reykjavikrainbow

Hvað er framundan hjá þér í vor?

Rosalega mikið. Ég mun halda áfram að vinna með Steini Design og gera eithvað skemmtilegt, einnig mun ég halda áfram að reka gistiheimilið Reykjavik Rainbow og svo mun ég takast á við nýtt verkefni sem er sjúklega spennandi! Ég verð samt að halda ykkur smá spenntum og segja ekkert frekar um það að svo stöddu, en þið sem fylgist með munuð sjá allt sem ég geri á vefmiðlunum, þetta verður gaman #staytuned!

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Ég vill bara minna fólk á að taka einn dag í einu og njóta! þannig er lífið svo miklu skemmtilegra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum undrabarnið hætti í atvinnumennsku til að vinna fyrir pósthúsið – ,,Það er lúxuslífið“

Fyrrum undrabarnið hætti í atvinnumennsku til að vinna fyrir pósthúsið – ,,Það er lúxuslífið“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Cooper rekinn frá Leicester

Cooper rekinn frá Leicester
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.