fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025

Hin fullkomna vatnsdeigsbolla

Blaka
Mánudaginn 27. febrúar 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ofboðslega lítið fyrir gerbollur, eiginlega bara ekki neitt, en vatnsdeigsbollur get ég borðað eintómar í tonnavís! Það tók mig nokkrar tilraunir að finna út hvernig ég ætti að gera hina fullkomnu vatnsdeigsbollu án þess að hún yrði flöt og asnaleg en fyrir nokkrum árum tókst þetta loksins hjá mér og hef ég bara orðið betri og betri í vatnsdeigsbollugerð með árunum.

En þetta er samt ekkert mál ef þið bara fylgið þessum leiðbeiningum mínum. Í alvörunni! Farið nákvæmlega eftir uppskriftinni, og ég meina nákvæmlega og þá verða bollurnar ykkar stökkar að utan og mjúkar að innan, falla ekki og svo yfirgengilega gómsætar.

Ég set með uppskrift að tveimur fyllingum því sú þriðja er svo hefðbundin – sulta, rjómi og súkkulaði.

Ég held frekar stórt heimili og var með fólk í kaffi þannig að uppskriftin er í stærra lagi. Ef þið þurfið ekkert ofboðslega margar bollur þá er nóg að gera helming af þessari uppskrift en það er sirka ein og hálf ofnplata. Njótið!

Hin fullkomna vatnsdeigsbolla

Hráefni

Fullkomnar vatnsdeigsbollur
2 bollar vatn
230 g smjör
2 bollar Kornax-hveiti
1tsk salt
8 Nesbú-egg

Marens
160 g Nesbú-eggjahvítur(ca 4 eggjahvítur)
1bolli sykur
2tsk lyftiduft


Hvítsúkkulaðirjómi
2 bollar þeyttur rjómi
2 msk flórsykur
4 msk hvítt Milka-súkkulaði

Karamelluglassúr
4-5 Freyju karamellur
4-5msk mjólk
1/2tsk sjávarsalt
1/2bolli flórsykur

Súkkulaðirjómi
2 bollar þeyttur rjómi
6 msk kakó
2 msk flórsykur

Kaffiglassúr
1/4 bolli sterkt kaffi
1/2 bolli flórsykur
súkkulaðispænir (70%)(til að skreyta)

Leiðbeiningar


Fullkomnar vatnsdeigsbollur
Hitið ofninn í 215°C og setjið bökunarpappír á ofnskúffur.
Setjið vatn og smjör í pott og bræðið saman yfir meðalhita. Hér þarf lítið að hræra en á meðan smjörið bráðnar hræri ég kannski 2-3. Hafið hveitið tilbúið.
Um leið og smjörið er bráðnað takið þið pottinn af hellunni og hellið öllu hveitinu saman við. Hrærið mjög rösklega í blöndunni þar til hún er hætt að festast við hliðar pottsins og myndar kúlu.
Setjið deigið í skál og leyfið því að kólna aðeins.
Takið til eggin og hér kemur mikilvægasta skrefið af þeim öllum. Hrærið eitt egg í einu saman við deigið og hrærið alveg þar til það er vel blandað saman við deigið. Þið megið ekki klikka á þessu því þá falla bollurnar og verða glataðar. Ég get ekki ítrekað þetta nóg – hrærið bara eitt egg vel saman við deigið í einu.
Þegar öll eggin eru búin að blandast saman við deigið á það að vera mjög fallega gult, glansandi og eilítið stíft. Það á að vera hægt að hella því samt en bunan á þá að taka langan tíma að hellast niður ef þið skiljið hvert ég er að fara. Sem sagt í stífari kantinum en ekkert marens stífelsi.
Ég nota sprautupoka til að sprauta bollunum á ofnskúffurnar með góðu millibili en auðvitað er hægt að nota bara skeið.
Bollurnar fara svo inn í ofn og þurfa 25-30 mínútur til að bakast. Og hér kemur annað mjög mikilvægt – alls ekki opna ofninn fyrstu 20 mínúturnar! Þá geta bollurnar líka fallið. Ég opna bara ofninn eftir 25 mínútur en þá eru þær orðnar gullinbrúnar og tilbúnar en það fer auðvitað eftir ofnum.
Kælið bollurnar og búið til fyllingu.


Marens
Hitið ofninn í 150°C og setjið bökunarpappír á ofnskúffur.
Þeytið eggjahvíturnar þar til þær freyða og hellið síðan sykrinum saman við í einni bunu á meðan þið eruð að hræra.
Hrærið í 15-20 mínútur eða þar til þið getið haldið blöndunni fyrir ofan hausinn á ykkur án þess að nokkuð leki.
Blandið lyftiduftinu varlega saman við með sleif eða sleikju.
Búið til litlar marenskökur með ágætismillibili á ofnskúffurnar – annað hvort með skeið eða sprautu.
Bakið í 30-45 mínútur – allt eftir stærð marensdúllanna og ofnsins.
Hvítsúkkulaðirjómi
Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því að kólna aðeins.
Blandið flórsykrinum saman við þeytta rjómann og síðan hvíta súkkulaðinu.

Karamelluglassúr
Setjið Freyju-karamellur og mjólk í skál og hitið í örbylgjuofni þar til karamellurnar eru bráðnaðar – samt ekki lengur en 30 sekúndur í senn.
Blandið flórsykrinum saman við smátt og smátt og bætið meiru við ef þarf.
Stráið sjávarsalti yfir glassúrinn og blandið vel saman.

Súkkulaðirjómi
Blandið flórsykri og kakói saman við þeytta rjómann.

Kaffiglassúr
Lagið kaffi og leyfið því að kólna aðeins.
Blandið kaffi saman við flórsykur og setjið ofan á bollurnar. Rífið niður 70% súkkulaði og skreytið glassúrinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stór plön Sáda – „Spurning um hvenær“

Stór plön Sáda – „Spurning um hvenær“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hafnaði Liverpool fer til Arsenal

Maðurinn sem hafnaði Liverpool fer til Arsenal
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.