fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025

Mjölnir ætlar að vígja nýjan yogasal með 108 sólarhyllingum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 25. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjölnir ætlar að vígja nýjan yogasal í glæsilegu nýju húsnæði í Öskjuhlíðinni með 108 sólarhyllingum. Á Facebook síðu viðburðarins kemur fram að þetta sé örlítið ögrandi æfing á huga og líkama en einnig vel geranleg fyrir alla og ætti að bjóða upp á góða skemmtun.

Sólarhyllingarnar verða brotnar niður í fjórar lotur þar sem framkvæmdar verða 27 hyllingar í einu með góðri hvíld á milli. Síðan verður endað á spjalli yfir grænum drykk og tek í Drukkstofunni. Þar munu allir yogakennarar Mjölnis vera til staðar fyrir þá sem hafa spurningar.

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Getty

Af hverju 108 sólarhyllingar?

108 er heilög tala úr Hindúisma en þar fyrir utan er hægt að finna hana í nánast öllum trúarbrögðum heims. 108 er yfirleitt talan af kúlum á talnaböndum og mölum,

kemur fram á Facebook síðu viðburðarins. Samkvæmt hefðinni eru 108 sólarhyllingar stundaðar við hækkandi sól og á því vel hér á Íslandi því hækkun og lækkun sólar er mikil.

Það er frítt inn og eru allir velkomnir á meðan pláss leyfir, hvort sem þú ert meðlimur Mjölnis eða ekki.

Hér getur þú skoðað viðburðinn á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dagur Fjeldsted kallaður inn í U21 árs landsliðið

Dagur Fjeldsted kallaður inn í U21 árs landsliðið
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Arsenal vann Chelsea í mjög bragðdaufum leik

England: Arsenal vann Chelsea í mjög bragðdaufum leik
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.