fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Kettir og Ísfólkið á Alvarpinu – „Einskonar Twilight síns tíma nema í hundraðasta veldi“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 25. febrúar 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessu hafa margir beðið eftir – hlaðvarpsþætti sem fjallar um hina stórkostlegu sögu af Ísfólkinu og ketti á internetinu. Furðulegt að það sé fyrst núna árið 2017 í boði fyrir almenning að hlýða á. Um er að ræða þáttinn Ískisur sem hóf nýlega göngu sína á Alvarpinu.

Við á Bleikt einhentum okkur í að ná sambandi við þáttastjórnendur til að spyrja þær nokkurra spurninga.

Ískisur, hverjar eruð þið?

Við erum þrjár vinkonur: Birna, Helga og Kristín.
Birna er búsett á Reyðarfirði langt frá stressi stórborgarinnar. Þar sinnir hún vinnu, börnum og manni af alúð ásamt því að elta blakbolta og rækta borðspilasafnið sitt. Birna er sérfræðingur í áreiðanleika sem elskar að halda utan um hluti og er því sjálfskipaður regluvörður Ískisa.
Dr. Helga (PhD) er einstæð með engin börn og er búsett í Garðabænum. Þar sem Helga elskar að uppfylla stereótýpur þá finnst henni fátt skemmtilegra en að skoða ketti. Þrátt fyrir mikla kattarhrifningu, á köflum sjúklega, hefur Helga samt aldrei átt kisu. Þegar Helga er ekki að skoða kisur á netinu þá er hún að reikna (og hugsa um kisur).
Kristín er hávær og með sótsvartan húmor, hún býr í borg óttans, nánar til tekið í Rimahverfinu með manni og barni. Á yfirborðinu virðist hún hin hefðbundni nörd, með dálæti á þrívíddarprenturum, forritun, Star Trek og er í stífri DnD þjálfun, en undir niðri brennur heit ástríða fyrir lágmenningu af öllum toga. Sérstaka sakbundna sælan (e. Guilty pleasure) hennar er að horfa á Cupcake Wars.

Þáttastjórnendurnir: Helga, Birna og Kristín

Hafið þið í alvöru lesið Ísfólkið?

Birna er sú eina sem hefur lesið Álagafjötra (fyrsta bókin af Ísfólkinu), en hún var þá 14 ára og fór svo hjá sér við lesturinn að hún hefur lokað á þá upplifun algjörlega. Þetta er fyrsta erótíska skáldsagan sem Helga les. Kristín hefur einhverja reynslu af erótískum bókmenntum en hún þrælaði sig í gegnum 2 fyrstu bækur 50 gráa skugga en gafst upp loks í miðri þriðju bók.

Hvers vegna eruð þið heillaðar af Ísfólkinu?

Það er eiginlega ekki hægt að segja að við séum heillaðar af Ísfólkinu, við erum meira forvitnar. Þetta er bókasería sem allir þekkja og margir hafa lesið, einskonar Twilight síns tíma nema í hundraðasta veldi. Við vitum eiginlega ekki alveg út í hvað við erum að fara en erum spenntar og langar að deila þessari óvissuferð með fleirum.

En kettir? Eru þeir það besta á internetinu?

Því er auðsvarað, já. Rétt er að taka fram að það eru 10 milljónir fleiri leitarniðurstaðna um ketti en það er um klám á Google (Google leit – cat vs. porn). Þar að auki, ef Jane Austen ætti að skrifa Hroka og hleypidóma í nútíma búningi þá myndi bókin byrja á: „It’s a truth universally acknowledged, that a person on the internet, must be in want of a cat.“

Í fyrsta þættinum kemur fram ágreiningur meðal stjórnenda um hvort játningar eigi að vera hluti af pakkanum. Hver varð niðurstaðan?

Birna og Kristín vilja forðast játningar að öllu leyti. Staðreyndin er hins vegar sú að Helga er algjör villiköttur og erfitt að hafa stjórn á henni. Við rennum því frekar blint í sjóinn hvað játningar varðar og ef eitthvað er þá má frekar gera ráð fyrir að vandræðalegum játningum verði hent út í kosmósinn – jafnvel strax í fyrsta þætti.

Gerið þið ykkur vonir um að fá sjálfa Margit Sandemo í þáttinn þegar fram líða stundir?

Draumurinn er að fara í pílagrímsferð til Noregs þegar hún verður 100 ára eftir 7 ár (2024 en ekki 2021 eins og verkfræðingarnir reiknuðu út í fyrsta þætti). Ef við náum í skottið á Margit þá munum við beita öllum tiltækum ráðum til þess að fá hana í þáttinn og spurja hana einnar spurningar : Fílar þú ketti?!?!

Smellið hér til að fylgjast með Ískisum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Benoný á leið til Englands

Benoný á leið til Englands

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.