fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025

Sífellt yngri hópur leitar fræðslu Samtakanna ’78

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 24. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum hófu Samtökin ’78 samstarf við Tjörnina, frístundamiðstöð ungs fólks í Reykjavík. Sólveig Rós er fræðslustýra S78 og við ákváðum að heyra í henni um starf samtakanna með ungu fólki.

Sólveig Rós fræðslustýra S78

Sólveig tók við embætti fræðslustýru í október en fram að þeim tíma hafði hún sinnt ýmsum sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið, svo sem með ungliðahreyfingu samtakanna, sem jafningjafræðari og sem fulltrúi í trúnaðarráði félagsins. „Sem fræðslustýra hef ég umsjón með fræðslustarfi félagsins sem fyrst og fremst birtist í formi jafningjafræðslu, en við erum með hóp af sjálfboðaliðum sem heimsækja skóla og félagsmiðstöðvar og deila af sinni reynslu og kynna hinsegin heiminn. Einnig fer ég með fræðslu til kennara, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og annarra hópa sem eftir henni óska ásamt því að þróa fræðslustarfsemi félagsins áfram,“ sagði sólveig í samtali við Bleikt.

Löng hefð fyrir ungliðastarfi

Samtökin hafa boðið upp á félagsstarf fyrir ungt fólk frá upphafi – en eins og nafnið gefur til kynna voru þau stofnuð árið 1978. Sólveig segir að ungliðahreyfingin hafi að miklu leyti verið sjálfsprottin.

„Ungt fólk tekur sig saman og skapar sinn eigin félagslega vettvang. Á fyrri árum var þetta fólk um og yfir tvítugt, en núna leitar mun yngri hópur til Samtakanna, eða allt niður í 12-13 ára unglinga. Þau þurfa því frekari handleiðslu en eldri hópar. Fyrir ári síðan var tekin ákvörðun um að koma þessu starfi sem var rekið af sjálfboðaliðum í faglegri farveg og því hófust viðræður við Tjörnina sem er frístundamiðstöð í Reykjavík. Nú er ungliðahreyfingin því fyrir 13-17 ára ungmenni en aðrir hópar eru fyrir þau sem eldri eru.“

Hinseginvænni félagsmiðstöðvar

Nýi samningurinn við Tjörnina felur í sér að fagmenntaður frístundaráðgjafi þaðan mun halda utan um starfið, sjá um undirbúning og þjálfa sjálfboðaliða auk þess að mæta á öll opin kvöld. Að öðru leiti er starfið rekið af sjálfboðaliðum.

„Það sem er nýlunda við þennan samning sem var verið að undirrita er að núna erum við orðin ráðgefandi félagsmiðstöð – starfsmenn annarra félagsmiðstöðva í Reykjavík geta fengið að koma í heimsókn eitt kvöld og kynnst starfinu sem er í gangi. Hugmyndin er að þau geti þá bæði fengið hugmyndir um hvernig er hægt að gera sína eigin félagsmiðstöð hinseginvænni en einnig til að auka tengingu milli ungliðahreyfingarinnar og félagsmiðstöðvanna í hverju hverfi sem myndi vonandi auðvelda unglingum að fara á milli í báðar áttir.“

Starfið sem fer fram hjá S78 er á margan hátt eins og hjá öðrum félagsmiðstöðvum. Það er opið eitt kvöld í viku frá 19:30-22 að Suðurgötu 3. Þangað eru allir á aldrinum 13-17 ára velkomnir, óháð búsetu, og húsnæðið er aðgengilegt.

„Það ríkir trúnaður svo ekki má segja hvern maður hittir á ungliðakvöldi án samþykkis og það er ekki skylda að hafa komið út úr skápnum til að mega mæta – þetta er rými fyrir ungmenni á aldrinum 13-17 ára sem eru að pæla í hinsegin málum, sama hver þeirra eigin kynhneigð, kynvitund eða kyneinkenni eru. Á kvöldunum er svo fjölbreytt dagskrá eins og spilakvöld, kósýkvöld, horfa á mynd eða fá fræðslu í heimsókn. Annars er þetta rými fyrir unglinga til að koma saman og skemmta sér í öruggu og hinseginvænu umhverfi eins og þau ein kunna.“

Að sögn Sólveigar tekur samstarfið núna einungis til félagsmiðstöðva í Reykjavíkurborg.

„Við fögnum öllu samstarfi og vonumst að sjálfsögðu til að fleiri og fleiri félagsmiðstöðvar geri starfið sitt hinseginvænna og að fleiri sveitarfélög komi í samstarf við okkur. Þessir samstarfssamningar eru einungis fram á sumar – það fer eftir því hvort frekara fjármagn fæst hvort við getum haldið því áfram í haust. Þar eru önnur sveitarfélög í lykilstöðu til að láta það gerast.“

Annars er nóg að gerast hjá Samtökunum ’78. Samtakamátturinn, nokkurs konar þjóðfundur hinsegin fólks, var haldinn þann 11. febrúar og Sólveig segir hann hafa tekist vel.

„Þar fengum við fullt af góðum hugmyndum sem næstu vikur munu fara í að vinna úr og forgangsraða. Annars er eitt helsta verkefni þessa vetrar samstarf við Hafnarfjarðarbæ en þar fá allir kennarar og annað skólastarfsfólk 6 klukkustunda námskeið um mismunandi kynhneigðir, kynvitund og kyneinkenni og hvernig það tengist skólastarfinu. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og væntum við þess að hinn hýri Hafnarfjörður muni bera nafn með rentu innan skamms þar sem kennarar og annað starfsfólk þætti hinsegin sjónarhorn inn í sína almennu kennslu og skólastarf. Jafningjafræðslan heldur áfram eins og vanalega og almennt hefur sókn í fræðslu margfaldast. Einnig erum við með mörg skemmtileg verkefni í gangi eins og fræðslu inn í íþróttaheiminn, en bæði ÍSÍ og KSÍ hafa tekið upp hinsegin vinkil inn í sína þjálfaramenntun. Það er því nóg að gera!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans

Fyrrum eiginkona Elon Musk segir þetta vera lykilinn að velgengni hans
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur

Ung kona í blóma lífsins ætlaði að tilkynna kærastanum að hún væri ólétt – Hann átti sér þó leyndarmál og það sást aldrei til hennar aftur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guardiola staðfestir að Walker vilji fara

Guardiola staðfestir að Walker vilji fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot um leikmanninn sem er sagður vera á förum: ,,Ekki bara erfitt fyrir hann“

Slot um leikmanninn sem er sagður vera á förum: ,,Ekki bara erfitt fyrir hann“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvæntur sigur í Íslendingaslag í enska bikarnum – Hákon stóð í markinu

Óvæntur sigur í Íslendingaslag í enska bikarnum – Hákon stóð í markinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.