Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 89. skipti sunnudaginn 26. febrúar. Þeir sem fengu 25 topp-tilnefningarnar og kynnir hátíðarinnar fá veglegan gjafapoka. „Allir vinna“ gjafapokinn tengist ekki Óskarsverðlaununum heldur er afþreyingar- og markaðsfyrirtækið Distinctive Assets á bak við pokann. Fyrirtækið hefur útvegað þessa stórfenglegu gjafapoka síðastliðin fimmtán ár.
Sjá einnig: Allar tilnefningarnar til Óskarsverðlauna 2017
Stofnandi Distinctive Assets sagði við Insider að verðmæti gjafapokans í ár sé tæplega ellefu milljónir (ISK), enda inniheldur hann mjög veglegar gjafir, eins og ferðalag til Hawaii, þriggja daga dvöl á höfðingjasetri í Kalíforníu og margt fleira. Skoðaðu hér fyrir neðan hvaða gjafir eru í pokanum í ár.
Þetta er aðeins brot af því sem er í pokanum! Kíktu hér til að sjá hvað er meira í pokanum.