fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Margrét Erla Maack um áreiti á Twitter: „Ekki vera ógeð“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Erla Maack skrifaði pistil um áreiti á samfélagsmiðlinum Twitter og umræðu sem hefur skapast á þar í kjölfarið. Umræðan sem hún vísar í er áreiti eldri karlmanna og samskipti þeirra við konur, bæði í opinberum tístum og í beinum skilaboðum. Pistill Margrétar var birtur á Kjarnanum.

Margrét Erla Maack

Margrét er í nokkrum hópum þar sem þessi áreitni er rædd og hvernig eigi að kljást við hana.

Er hann að meina þetta? Er hann skrýtinn? Er hann að reyna að vera einlægur og það mistekst svona svakalega? Af hverju er hann að senda mér þetta? Í mörgum tilfellum er það svo að áreitari er ekki að áreita í fyrsta sinn. „Ég lenti líka í honum“ er óþægilega oft ein af athugasemdunum,

skrifar Margrét og er þá að tala um óvissuna sem fylgir því þegar konur fá skrýtin, óþægileg eða óviðeigandi skilaboð. Hún segir að fólk sem skilur ekki internetsamskipti segir þeim sem lenda í áreiti hvað þau hefðu átt eða eigi að gera.

„Af hverju blokkaði hún hann ekki?“ Vegna þess að þá koma skilaboð í gegnum aðrar leiðir. […] „Af hverju sagðiru viðkomandi ekki að hætta?“ Ég hef þónokkra reynslu í því að fá óviðeigandi skilaboð og það sem er erfiðast er að átta sig á því hvenær saklaus skilaboð breytast í óviðeigandi.

Margrét segir að fyrstu skilaboðin séu oft saklaus og jákvæð, svo ágerist þau og skilaboðin fari að berast á furðulegum tíma sólahrings.

Samskiptin sem um ræðir eiga það til að sá áreitti upplifir sig í þeirri stöðu að geta einfaldlega ekki mótmælt.

Hún nefnir þar dæmi um ungling með fáa fylgjendur sem fær óviðeigandi skilaboð frá eldri manneskju sem hann lítur upp til. Margrét segir að það sé óþolandi að áreiti sé daglegt brauð hjá stórum hópi fólks. Hún bætir við að þeir sem áreiti aðra, en telji sig ekki gera neitt rangt, þurfi að endurskoða hvernig þeir hátta samskiptum.

Ef fólk lendir ítrekað í því að fólk er að misskilja hrósin manns og góðvild, er þá spurning um að skoða þetta einstefnu samskiptamunstur?

Til að lesa pistil Margrétar í heild sinni á Kjarnanum, kíktu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar er maðurinn sem Færeyingarnir eru á eftir

Arnar er maðurinn sem Færeyingarnir eru á eftir
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

,,Andrea Berta er mjög hrifinn af honum“

,,Andrea Berta er mjög hrifinn af honum“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Tottenham tapaði gegn Forest

England: Tottenham tapaði gegn Forest

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.