Sóley Tómasdóttir, fyrrum oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur tjáði sig um það sem hún telur vera ,Trumpvæðingu‘ Íslands á Facebook síðu sinni nú fyrr í dag. Sóley leggur nú stund á nám í fjölmenningarfræðum við Radboud háskóla í Nijmegen. Hún segir að áhrifa forseta Bandaríkjanna gæti greinilega víðar en hægra megin í pólítík því finna megi fyrir áhrifum hans í þjóðfélagsumræðunni hér á landi.[ref]http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/02/22/soley-tomasdottir-trumpvaeding-er-skollin-a-af-fullum-thunga-i-almennri-umraedu-a-islandi/[/ref]