Westminster Dog Show er háttvirt hundasýning sem hefur verið haldin hvert ár síðan 1877. Tæplega þrjú þúsund hundar taka þátt og er sýningin svo stór að það verður að halda hana á tveimur dögum. Í sýningunni keppa ótrúlega fjölbreyttar tegundir hunda og er þetta viðburður sem margir bíða með mikilli eftirvæntingu hvert ár. Sýningin er sýnd í sjónvarpi og fylgist mikill fjöldi fólks víðsvegar úr heiminum með henni. Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni í ár.