Madi Nickens fann smáskilaboð litlu systur sinnar þar sem hún var að hætta með Joey, kærastanum sínum. Það lítur út fyrir að Joey hafi sést með annarri stelpu í almenningsgarði og var 11 ára stúlkan ekki sátt við atferli kærastans. Madi deildi myndum af smáskilaboðunum þeirra á milli á Twitter og hafa þau gengið eins og eldur í sinu um netheima. Skilaboðin eru harkaleg en bráðfyndin á sama tíma, sjáðu þau hér fyrir neðan. Ástin getur verið erfið…
https://twitter.com/madinickens/status/615716032896856064?ref_src=twsrc%5Etfw
Hún segir honum að hún hafi aldrei elskað hann, en samkvæmt Joey þá hlýtur hún að hafa elskað hann smá því hún keypti handa honum Starbucks kaffidrykk einu sinni. Já það segir ekkert sönn ást eins og karamellu frappuccino.
„Ding ding ding oh hvað var þetta, ó já lyftan því þú ert ekki á mínu stigi.“
Maður getur ekki annað en hlegið og hrósað henni fyrir afbragðs gott „burn.“