fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Par sem var sagt að þau gætu ekki eignast börn tilkynna meðgönguna á stórkostlegan hátt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 18. febrúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Læknar voru búnir að segja við okkur að það væri nánast ómögulegt fyrir okkur að eignast barn náttúrulega. En hér erum við, komin 14 vikur á leið,“ sagði Amanda Diesen við Brides.com. Amanda og unnusti hennar Todd Krieg ákváðu að tilkynna meðgönguna með myndinni hér fyrir neðan á miðvikudaginn og hefur myndin slegið í gegn á netinu.

Todd var atvinnumótorhjólakappi áður en hann lenti í slysi 2014 sem gerði hann lamaðan fyrir neðan mitti. Hann var sendur á endurhæfingarstöð í Kaliforníu eftir slysið og kynntist þar Amöndu. Hún var iðjuþjálfinn hans og var fyrst „svo hrædd að vera ófagmannleg og reyna við skjólstæðing“ þrátt fyrir að finnast hann „svo myndarlegur.“  Eitt kvöldið sagðist hann svo vera hrifinn af henni og í kjölfarið flutti hún til Ohio til að vera með honum eftir að hann var útskrifaður úr endurhæfingu.

Þegar kom að þeim tímamótum hjá parinu að þau voru að spá í barneignum þá sögðu læknar að náttúrulegur getnaður væri erfiður vegna lömunar hans. Þess vegna stendur „It still works!“ eða „Það virkar ennþá!“ á myndinni.

Æðislega skemmtileg tilkynning um meðgöngu sem átti ekki að vera möguleg, við hjá Bleikt óskum þeim innilega til hamingju!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni

Fá virkilega slæmar fréttir fyrir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum

England: Lítil skemmtun í stórleiknum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik

Besta deildin: Valur missteig sig í fyrsta leik
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“

Gagnrýnir þrjá þjálfara sem hafa ekki staðist væntingar í vetur – ,,Erfitt fyrir mig að segja það“