fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Héldu að börnin væru að leika sér að bauju í fjörunni: Sannleikurinn hefði getað kostað þau lífið

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 17. febrúar 2017 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það leynist margt forvitnilegt í fjörunni, sem er auðvitað ein af ástæðum þess að við sækjum í þær, og skemmtum okkur konunglega. Hafið bláa skolar ýmsu upp á strendur þess sem vekur forvitni barna og fullorðinna, en sumt getur reynst hættulegra en annað, og því borgar sig að hafa varann á. Það lærði Gravell fjölskyldan frá Wales í fjölskylduferð árið 2015.

Þau komu fljótt auga á bauju sem skolað hafði á land en hún var þakinn hrúðurkörlum. Þetta heillaði börnin sem léku sér í kringum baujuna, struku henni og potuðu í hana. Þau vissu auðvitað ekki að þau væru í raunverulegri lífshættu.

Mynd: Fréttastofa ABC.

Þessi „bauja“ reyndist nefnilega tundurdufl frá seinni heimsstyrjöldinni sem hefði getað sprungið hvenær sem er. Fjölskyldan upplifði ekki áfallið fyrr en nokkrum dögum síðar þegar þau sáu sannleikann í fréttunum. Þá höfðu sprengjusérfræðingar verið kallaðir til og látnir farga hinni stórhættulegu sprengju með öruggum hætti.

„Við vorum meira að einbeita okkur að hrúðurkörlunum á henni,“ segir Kelly Gravell í viðtali við breska fjölmiðla. „Það var ekki fyrr en eftir á að raunveruleikinn rann upp fyrir okkur og við áttuðum okkur á hvað við höfðum verið heppin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Sérfræðingar telja að þetta sé hroðalegasta aftaka veraldarsögunnar

Sérfræðingar telja að þetta sé hroðalegasta aftaka veraldarsögunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.