Farþegar neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar voru ekki sáttir við nýjustu auglýsingu Protein World sem prýddi lestarstöðvar borgarinnar. Slagorð einnar auglýsingarinnar er „Can you keep up with a Kardashian?“ eða „Getur þú haldið í við Kardashian?“ Við hliðina á slagorðinu er mynd af Khloé Kardashian, og gefur auglýsingin í skyn að fólk ætti að sækjast eftir því eða vilja að líta út eins og hún.
Netverjar eru ekki sáttir og hafa farið á Twitter til að ná athygli framleiðanda Protein World. Protein World var fyrst undir aðkasti almennings 2015 þegar fólk skrifaði undir beiðni um að samgöngukerfi London ætti að fjarlæga auglýsingar Portein World sem voru um að fá „bikiní líkama.“ Það er auðvitað bara ein leið til að fá bikiní líkama, það er að fara í bikiní, ekki flóknara en það.
https://twitter.com/StarbarMurray/status/827431578947219456?ref_src=twsrc%5Etfw
@VagendaMagazine @cait_gc I went one further: pic.twitter.com/oFGuhxuJy6
— Nicole (@NicoleBurstein) April 24, 2015
Talsmaður Protein World mætti í viðtal hjá Sky News til að ræða fyrri auglýsingaherferðina og viðbrögð almennings við henni. Horfðu á hluta úr því hér fyrir neðan.
The response to this controversial ad has been "fantastic", says the marketing boss of the company behind it http://t.co/NMjL5RZ6Gu
— Sky News (@SkyNews) April 27, 2015
Hvað finnst ykkur kæru lesendur, finnst ykkur þetta vera líkamsskömm (bodyshaming)?